Öldudalir – Framtíðin, árið 2008

Grein/Linkur: Framtíðin í Öldudal?

Höfundur:  Ketill Sigurjónsson

Heimild:  Orkubloggið

.

Cartoon_Bush. Hamlet

.

Júlí 2008

Framtíðin í Öldudal?

Nú lækkar olían annan daginn í röð. Og menn spretta fram úr öllum skúmaskotum og hrópa að nú sé bólan að springa. Í reynd er það aðeins „war talk premiumið“ sem hefur skafist af verðinu. Líkur taldar hafa minnkað á því að ráðist verði á íranskar kjarnorkustöðvar í bráð.Wilbur nokkur Ross er einn af þeim sem spá að olíuverðið sé bóla. Og hyggst grípa tækifærið og græða á því þegar verðið fer niður. Í dag var tilkynnt um 80 milljón dollara fjárfestingu hans í indverska lággjaldaflugfélaginu SpiceJet. Hann hirðir bréfin á hálfvirði, ef svo má seigja, því hlutabréf SpiceJet hafa lækkað um 50% á árinu.

Wilbur_Ross_BizWeek

Wilbur_Ross_BizWeek

Ross telur að olíuverðið fari niður fyrir 100 USD innan árs. Og þá muni flugfélög blómstra á ný. Ross hefur einmitt nefnt sömu rök og Orkubloggið, gegn því að peak-oil sé náð. Nefnilega þá einföldu staðreynd að það er enginn skortur á olíu. T.d. engar biðraðir við bensínstöðvar. Engin skömmtun. Nóg bensín handa öllum þeim sem vilja. Verðið hefur bara hækkað.

Hvort Ross reynist sannspár verður að koma í ljós. Flest bendir til þess að stagflation sé að breiðast út um allan heim. Þ.e. hin subbulega blanda af verðbólgu og stöðnun í efnahagslífinu. Í svoleiðis ástandi hefur fjármagnið tendens til að flýja í hrávöruna. Og þess vegna er hæpið að olíuverð fari undir 100 USD í bráð. Verð ég að segja. Vissulega er futures-markaðurinn ógegnsær og getur sveiflast heiftarlega af ýmsum ástæðum. Og Ross er þekktur fyrir að velja rétta tímann til að fjárfesta. Svo það er best að Orkubloggið lofi engu. En bloggormurinn hér hyggst ekki flýja olíumarkaðinn á þessu andartaki.

Að öðru: Í morgun nefndi ég endurnýjanlega orkugeirann sem áhugaverðan fárfestingakost. Og lofaði umfjöllun um danskar ölduvirkjanir. Fyrirtækin sem ég vil nefna eru annars vegar Wave Dragon og hins vegar Wave Star Energy.

WaveDragonDiagram

WaveDragonDiagram

Wave Dragon mun hafa verið eitt fyrsta fyrirtækið sem tókst að framleiða rafmagn á hafi úti með ölduafli. Og þetta danska fyrirtæki stendur í dag hvað fremst í þessari tegund af orkuframleiðslu. Prófanir á virkjuninni hafa staðið yfir allt frá 2003. Tæknin er ekki ósvipuð og hjá hefðbundnum vatnaflsvirkjunum, þ.e. pallur sem geymir nokkurs konar miðlunarlón og fallvatn sem snýr túrbínu. Öldurnar kasta sjó yfir í „miðlunarlónið“ sem myndar mikinn þrýsting, þ.a. sjórinn flæðir af afli ofan í „niðurfallið“ og snýr þar túrbínu.

WaveDragonTest

WaveDragonTest

Túrbínan er eini hluti virkjunarinnar sem  hreyfist og er útlit fyrir að rekstrarkostnaðurinn verði viðunandi. Og þetta eru ekki hrein og tær framtíðarvísindi. Nú er verið að setja upp svona virkjun fyrir utan strendur Wales. Hún tekur yfir sjávarflöt sem er um 1/4 af ferkílómetra og er áætlað að virkjunin geti framleitt um 7 MW. Þess er vænst að innan 3ja ára geti virkjanir af þessu tagi keppt við vindorku og passleg stærð verði ca. 7 pallar sem framleiði samtals ca. 70 MW. Löngu er vitað hversu gríðarlegt afl felst í vatnsögnum hafsins og hreyfingum þeirra. En að sjá virkjun þessarar orku verða að veruleika er dálítið magnað. Þetta er satt að segja talsvert heillandi verkefni.

Wave_Star_Armar2

Wave_Star_Armar

Wave Star Energy er annað danskt ölduvirkjunarfyrirtæki. Þar er tæknin talsvert önnur. Pallur er festur við hafsbotninn (á ca. 20 m dýpi) og frá pallinum liggja armar með eins konar púðum á endanum. Ölduaflið hreyfir púðana og þar með arma virkjunarnnar og þessi hreyfing knýr túrbínu.

Til að ná samfelldri hreyfingu og stöðugri orkuframleiðslu þarf pallurinn með örmunum að vera nokkuð langur, svo alltaf séu einhverjir armar á hreyfingu. Stefnt er því að fullbyggðir pallar af þessu tagi verði um 240 m langir. Búið er að gera prófanir á svona tæki sem er 24 metra langt (þ.e. í stærðarhlutföllunum 1:10). Og næsta skref er að smíða pall, sem verður 120 metrar að lengd. Áætlað er að hann muni geta framleitt a.m.k. 0,5 MW – og að pallur í fullri stærð mun framleiða allt að 3 MW. Augljóslega er enn nokkuð langt í að þetta verkefni verði að raunverulegri virkjun, en prófanir munu hafa gengið vel og lofa góðu um framhaldið.

Wave_Star_Pallur

Wave_Star_Pallur

Þetta eru þau tvö dönsku ölduvirkjunar-fyrirtæki sem mér þykir hvað áhugaverðust í dag.

En þau eru reyndar talsvert fleiri, fyrirtækin af þessu tagi hér í Danmörku. Ég veit um a.m.k. tíu önnur verkefni hér, sem miða að virkjun ölduorkunnar.

Vindorka – sólarorka – ölduorka. Þetta er sannkallað gósenland fyrir fólk sem hefur áhuga á endurnýjanlegri orkuframleiðslu

Fleira áhugavert: