Orkuframleiðsla – 52,4 MWh/íbúa

Heimild:

.

Til fróðleiks

Miðað við höfðatölu framleiða Íslendingar meiri orku en nokkurt annað land á jörðinni. Árið 2010 var framleiðslan 52,4 MWh/íbúa. Stærstur hluti þessarar orku, eða um 80%, er notaður af stóriðju.

Heimild: Orkumál 2010

.

Orkumál

Orkumál er ein af grundvallar stoðum atvinnulífs á Íslandi. Sérstaða orkumála á Íslandi liggur í hlutfalli endurnýjanlegra orkugjafa. Öll raforkuframleiðsla á Íslandi er af endurnýjanlegum uppruna (73% vatnsafl, 26% jarðvarmi og 0,1% vindorka) og um 99% húshitunar á Íslandi er af endurnýjanlegum uppruna (90% jarðvarmi og 9% raforka). Hlutfall jarðefnaeldsneytis hefur minnkað jafnt og þétt í orkubúskap landsmanna undanfarna áratugi og er stefna stjórnvalda að sú þróun haldi áfram. Stjórnvöld hafa stutt við hitaveituvæðingu undanfarinna áratuga með tilheyrandi jákvæðum efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum áhrifum. Innlend notkun jarðefnaeldsneytis stafar mest frá samgöngum á landi og frá starfsemi fiskiskipaflotans.

Undir hugtakið orkumál falla m.a. raforkumál, raforkumarkaður, flutningskerfi raforku, orkuvinnsla, jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku, niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, Orkusjóður og sértæk verkefni eins og t.d. könnun á lagningu raforkusæstreng til Evrópu.

Unnið er að gerð heildstæðrar orkustefnu fyrir Ísland og er gert ráð fyrir að hún líti dagsins ljós fyrir árslok 2018…

Sagan  ..Maí 2018: Þverpólítískur starfshópur skipaður um orkustefnu fyrir Ísland, smella á hlekk/þessa línu

Fleira áhugavert: