Fukushima Kjarnorkuslysið – Jarðskjálfti, flóðbylgja

Heimild:    

 

Smella á örina á timalínuna hér að ofan, til að heyra umfjöllunina

Mars 2016

11. mars 2011, eru fimm ár liðin frá því að jarðskjálfti af stærðinni 9 skók Japan og gríðarleg flóðbylgja skall á norðausturströnd landsins. Í kjölfarið varð alvarlegt slys í kjarnorkuverinu Fukushima Daiichi og geislavirk efni sluppu út í andrúmsloftið. Hamfararnir kostuðu hátt í 19 þúsund manns lífið.

Þátturinn Í ljósi sögunnar á Rás 1 yfir atburði dagsins 11. mars 2011 í Japan og eftirmála kjarnorkuslyssins í Fukushima Daiichi-verinu, sem ekki enn sér fyrir endann á. Þáttinn má hlusta á í spilaranum hér að ofan.

Jarðskjálftinn er sá sterkasti sem riðið hefur yfir Japan og einn af kröftugustu jarðskjálftum sem mælst hefur á jörðinni síðan nútímamælingar hófust. Flóðbylgjan sem kom í kjölfar skjálftans náði allt að 40 metra hæð og olli mikilli eyðileggingu við norðausturströnd Japans.

Tugþúsundir fá ekki að snúa heim

Vegna flóðbylgjunnar urðu líka alvarlegar bilanir í kjarnakljúfum í Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í Fukushima-héraði og geislavirk efni sluppu út í andrúmsloftið. Á mælikvarða alþjóðastofnana var slysið næstalvarlegasta kjarnorkuslys sögunnar, á eftir aðeins bræðsluslysinu í Tsjernóbyl 1986.

Fimm árum síðar er enn verið að vinna að hreinsun í kjarnorkuverinu. Áætlað er að sú vinna geti staðið allt til ársins 2050. Tugþúsundir íbúa á svæðinu í kringum verið hafa ekki enn fengið að snúa aftur til síns heima vegna geislavirkni, og margir hafast enn við í bráðabirgðahúsnæði.

Enn deilt um kjarnorkuna í dag

Eftir slysið var slökkt á öllum kjarnorkuverum Japana, sem áður sáu þjóðinni fyrir um 30 prósent af raforkuþörfum hennar. Hart er deilt um það í Japan hvort að taka eigi kjarnorkuna aftur í gagnið.

Í þættinum heyrast meðal annars raddir nokkurra Íslendinga sem voru í Japan þegar hamfarirnar urðu og rætt var við í fréttaþáttum Ríkisútvarpsins á sínum tíma — þeirra Bolla Thoroddsens, Árna Kristjánssonar, Arnars Jenssonar og Stefáns Lárusar Stefánssonar sendiherra í Tókýó.

Fleira áhugavert: