Grænland, hrávara – Fundu gull

Grein/Linkur: Fundu gull í 27 af 51 tilraunaholu

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild:

.

Mynd – wikipedia.org 4.05.2022

.

April 2022

Fundu gull í 27 af 51 tilraunaholu

Kanadíska námu­vinnslu­fyr­ir­tækið AEX Gold hef­ur fundið mikið magn gulls eft­ir til­rauna­bor­an­ir á Græn­landi í fyrra. Íslend­ing­ur­inn Eld­ur Ólafs­son stofnaði og stýr­ir fé­lag­inu, en í til­kynn­ingu vegna fund­ar­ins er haft eft­ir hon­um að með þessu sé fé­lagið að ná þeim mark­miðum sem það hafi sett sér og að frek­ari niður­stöður og fram­kvæmda­áætl­un þessa árs verði kynnt á næstu mánuðum.

Eldur Ólafsson, forstjóri fyrirtækisins AEX Gold.

Eldur Ólafsson, forstjóri fyrirtækisins AEX Gold.

Í til­kynn­ingu frá AEX Gold kem­ur fram að þetta séu bestu niður­stöður sem fé­lagið hafi fengið í til­rauna­bor­un­um sín­um á síðastliðnum sjö árum, en hæsta gildið af gulli hafi verið 139 grömm af gulli á hvert tonn af grjóti.Seg­ir jafn­framt að í venju­legri neðanj­arðar­námu sé þetta gildi á bil­inu 4-6 grömm á tonn.

Til­rauna­bor­an­irn­ar fóru fram á svæði í Suður Græn­landi sem kallað er Nalun­aq. Nalun­aq nám­an er neðanj­arðar­náma, en á ár­un­um 2004 til 2013 voru um 360.000 úns­ur af gulli unn­ar á þrem­ur vinnslu­svæðum. AEX Gold skoðar nú hvort enn sé þar óunnið gull og not­ast við svo­kallað berg­ganga­mód­el  (e. Doler­ite Dyke Model). Tel­ur fé­lagið að fund­ur­inn núna renni styrk­ari stoðum und­ir þessa aðferðafræði og því sé ekk­ert til fyr­ir­stöðu að hefja vinnslu, en vinnslu­leyfi eru þegar til staðar, auk stórs hluta nauðsyn­legra innviða.

Fé­lagið tel­ur einnig að hægt verði að grafa á fimm áður óþekkt­um svæðum sem það tel­ur hafa háan gullstyrk. Áætlað magn gulls í meg­inæðinni í Nalun­aq er um 251.000 úns­ur í styrkn­um 18,5 g/​t, en AEX ger­ir ráð fyr­ir því að magn gulls í æðinni geti verið allt að tveim­ur millj­ón­um únsa.

Fé­lagið er skráð í kaup­hall­irn­ar í Toronto og London, en meðal stærstu hlut­hafa þess eru ís­lensk­ir fjár­fest­ar, þjóðarsjóðir Græn­lands og Dan­merk­ur og stærsti líf­eyr­is­sjóður Græn­lands. Fé­lagið var stofnað árið 2017 með megin­á­herslu á gull­leit og gull­rann­sókn­ir á Græn­landi. Hef­ur fé­lagið leyfi til að leita að og vinna gull og aðra málma í Suður-Græn­landi, en stærsta eign fé­lags­ins er fyrr­nefnd gull­náma.

Fleira áhugavert: