Hitaveitur húshitun – Staðan, nýting 2023

Grein/Linkur:  Fyrirsjáanleg vandamál fyrir 2/3 hluta hitaveitna að mæta eftirspurn

Höfundur:  Steinunn Hauksdóttir, Auður Agla Óladóttir, Bjarni Gautason, Finnbogi Óskarsson, Magnús Ólafsson, Sigurður G. Kristinsson

Heimild:  

.

Maí 2023

Smella á skjal til að opna skýrlsuna

.

Maí 2023

Fyrirsjáanleg vandamál fyrir 2/3 hluta hitaveitna að mæta eftirspurn

Um 2/3 hlutar hitaveitna sjá fram á aukna eftirspurn og telja fyrirsjáanleg vandamál við að mæta henni og útliti er fyrir að eftirspurn hjá um 15 hitaveitum fari um eða yfir 100% fram yfir afkastagetu. Margar hitaveitur eru þó þegar komnar áleiðis í að skoða hvernig auknum kröfum verði mætt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu sem Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) unnu að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í kjölfar frétta um erfiða stöðu hjá mörgum hitaveitum sl. vetur.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ásamt Árna Magnússyni forstjóra ÍSOR og fulltrúum höfunda skýrslunnar Hitaveitur á Íslandi. - mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ásamt Árna Magnússyni forstjóra ÍSOR og fulltrúum höfunda skýrslunnar Hitaveitur á Íslandi

Niðurstöður skýrslunnar Hitaveitur á Íslandi – Úttekt á stöðu hitaveitna og nýtingar jarðhitavatns til húshitunar voru kynntar á blaðamannafundi í morgun. Þar er lagt mat á stöðu rannsókna og gagna um auðlindina og hvernig þróun nýtingar hefur verið. Einnig er útlistað hvaða hindranir kunni að vera við frekari jarðhitaleit eða nýtingu, sem og hvaða tækifæri eru til sjálfbærrar nýtingar jarðhita til framtíðar.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: „Ísland hefur náð stórkostlegum árangri í nýtingu jarðhita til húshitunar. Við búum við að fyrri kynslóðir voru bjartsýnar og stórhuga í aðgerðum sínum og ákváðu að fara þá leið að nýta jarðhitann til húshitunar. Fyrir það verður þeim aldrei nægilega þakkað. Það er þó ljóst á niðurstöðum skýrslunnar að við höfum ekki haldið nægilega vel utan um málefni hitaveitunnar um nokkurt skeið. Raunar má segja að nær ekkert hafi gerst í um tuttugu ár. Það er ljóst að við verðum að leggja áherslu á hitaveiturnar á næstu misserum. Af mörgum ástæðum ekki síst vegna loftslagsbreytinga. Það eru stórar áskoranir hjá hitaveitum landsins og þessi skýrsla á að vera grundvöllur ábyrgrar ákvörðunartöku í þeim verkefnum sem fram undan eru.“

Meðal helstu niðurstöður úttektarinnar eru:

  • Um 2/3 hitaveitna í úttektinni sjá fram á aukna eftirspurn og telja fyrirsjáanleg vandamál við að mæta henni. Hjá stórum hluta þeirra er sú eftirspurn tengd auknu magni vatns til húshitunar, en einnig vegna stórnotenda eða iðnaðar.
  • Margar hitaveitur sjá fram á að geta ekki sinnt fyrir­sjáanlegri eftirspurn og eru helstu takmarkandi þættir aðgengi að fjármagni, sérfræðiþekkingu og tækjum.
  • Með nýjum rannsóknaraðferðum, aukinni tækniþróun og bættum úrvinnsluaðferðum og þekkingu má búast við að hægt verði að finna nýtanlegan viðbótarjarðhita, auk þess sem hægt verður að útfæra aðrar tæknilausnir til hús­hitunar.
  • Vinnsla hjá fjórum hitaveitum er metin ágeng í dag.
  • 24 hitaveitur sjá fram á meira en 10% aukningu í eftirspurn eftir heitu vatni á næstu árum. Það er krefjandi verkefni fyrir flestar hitaveitur að bæta 10% við vinnsluna.
  • A.m.k. átta hitaveitur sem hafa umframgetu við núverandi vinnslu, horfa fram á yfir 50% aukningu í eftirspurn, sem er veruleg áskorun.
  • Margar hitaveitur eru þegar komnar áleiðis í að skoða hvernig auknum kröfum verði mætt, m.a. með auknum rannsóknum, undirbúningi á jarðhitaleit og borunum, sem og athugun á möguleika á niðurdælingu og aðgerðum til að bæta innviði og spara vatn.

Í skýrslunni kemur einnig fram að aukin eftirspurn í Evrópu eftir orku til húshitunar og kælingar opni fyrir tækifæri til að miðla íslenskri jarðhitaþekkingu og auknu samstarfi við aðila erlendis.

Fleira áhugavert: