Vatnsveita Hofsós – Geislatækni, klór, suða

Grein/Linkur: Varahlutur í geislatæki vatnsveitunnar á Hofsósi á leið norður

Höfundur:  Feykir

Heimild:     

.

.

September 2022

Varahlutur í geislatæki vatnsveitunnar á Hofsósi á leið norður

Undirbúningur vegna viðgerðar á geislatækinu sem bilaði í vatnsveitu Hofsóss í september.  Íbúar hvattir til að halda áfram að sjóða vatn fyrir neyslu.

Steinn segir að þangað til viðgerð ljúki verður klór blandað í vatnið en nauðsynlegt verður fólk að sjóða drykkjarvatnið áfram fyrir neyslu. Segir hann Skagafjarðarveitur harma þessa stöðu sem munu leita allra leiða til að lagfæringum ljúki sem fyrst og að svona staða komi ekki upp aftur.

Umrætt vatnsból er staðsett neðan skriðu í landi Engihlíðar ofan Hofsóss og segir Steinn Leó lindina vera grunnt í skriðunni og mögulegt að yfirborðsvatn komi inn í lindina í miklum vatnsveðrum. Þess vegna er vatnið geislað áður en það fer inn í tankinn en geislunin drepur allar örverur. Mengunin nú er hins vegar tilkomin vegna rafmagnsbilunar í geislatæki.

„Mengunin kom í ljós við reglubundið eftirlit heilbrigðiseftirlits NV. Strax var brugðist við með því að bæta klór í vatnstankinn samkvæmt leiðbeiningum þeirra. Skagafjarðarveitur eru að yfirfara viðbragðsáætlanir vegna áhættuþátta og verða þar sérstaklega gerðar ráðstafanir til þess að vöktunarkerfið skili strax klárum skilaboðum til starfsmanna, detti geislatækið út. Þangað til verður daglegt eftirlit með ástandinu og viðhafðar allar þær ráðstafanir sem mögulegar eru að höfðu samráði við heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra.“

Að sögn Steins Leós eru fleiri vatnsból á vegum Skagafjarðarveitna í áhættuhóp fyrir einhvers konar mengun því að hluta til er vatn til vatnsveitu Sauðárkróks tekin úr Sauðá, síað og geislað með sama hætti og gert er á Hofsósi.

Til eru margar tegundir kólíbaktería, segir á heimasíðu MAST, en þær finnast í þörmum manna og dýra og hafa flestar hlutverki að gegna í efnaskiptum þarmanna. En sumar tegundir geta myndað eiturefni (toxín) og þar með valdið alvarlegum sjúkdómum hjá mönnum.

Uppruna sýkinganna má oftast rekja til meltingarvegs blóðheitra dýra og er því almennt álitið að tilvist E. coli í matvælum sé vísbending um saurmengun. Bakterían getur komist í kjöt við slátrun, ef innihald þarma dýrsins berst á kjötið, t.d. þar sem bakterían finnst í þörmum nautgripa. Ágætt að hafa það í huga nú í miðri sláturtíð.

Í sumum tilfellum getur þurft fáar STEC bakteríur til að valda veikindum. Að öllum líkindum aðeins nokkur hundruð bakteríur, t.a.m í tilfelli E.coli O157. Því getur bakterían valdið veikindum án þess að hún fjölgi sér í matvælum. Einkenni sýkingar koma oftast fram eftir 3-8 daga. Einkenni geta verið allt frá vægum vatnskenndum niðurgangi í alvarlegan blóðugan niðurgang með magakrömpum og hugsanlega uppköstum. Venjulega fylgir enginn hiti sýkingum eða lítill hiti. Veikindin vara oftast í 5-10 daga hjá heilsuhraustum einstaklingum, en hjá eldra fólki og börnum undir 5 ára getur sýkingin verið alvarlegri og varar lengur.

Fleira áhugavert: