Ísland kolabrennsla/orka – Þúsundir tonna

Grein/Linkur:  Ekki í samræmi við viðhorf í loftslagsmálum „að fara að brenna kolum í Helguvík

Höfundur:  Sunna Ósk Logadóttir  Kjarninn

Heimild:

.

.

Desember 2021

Ekki í samræmi við viðhorf í loftslagsmálum „að fara að brenna kolum í Helguvík“

Reykjanesbær hefur ítrekað komið þeim sjónarmiðum aukins meirihluta bæjarstjórnar á framfæri við Arion banka að það sé enginn vilji fyrir endurræsingu kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Bankinn á nú engu að síður í viðræðum við áhugasama kaupendur

Ég hef verið á móti kís­il­veri í Helgu­vík og sú afstaða hefur ekk­ert breyst,“ segir Guð­brandur Ein­ars­son, for­seti bæj­ar­stjórnar Reykja­nes­bæj­ar, um þau tíð­indi frá eig­anda verk­smiðj­unn­ar, Arion banka, að við­ræður við áhuga­sama kaup­endur standi yfir. „Það getur varla verið í sam­ræmi við núver­andi við­horf í lofts­lags­málum að fara að brenna kolum í Helgu­vík,“ segir Guð­brandur við Kjarn­ann og minnir á að íbúar í Reykja­nesbæ séu einnig mót­fallnir end­ur­ræs­ingu verk­smiðj­unn­ar. Um 350 athuga­­semdir frá ein­stak­l­ingum bár­ust Skipu­lags­­stofnun vegna frum­­mats­­skýrslu Stakks­bergs í fyrra um fyr­ir­hug­aðar end­­ur­bæt­­ur, end­­ur­ræs­ingu og marg­falda stækkun kís­­il­verk­smiðj­unnar í Helg­u­vík. Allar voru þær frá fólki, flestu úr Reykja­nes­bæ, sem lagð­ist gegn því að kís­il­verið yrði end­ur­ræst.

Frið­­jón Ein­­ar­s­­son, full­­trúi Sam­­fylk­ing­­ar­innar í bæj­­­ar­­stjórn og for­­maður bæj­­­ar­ráðs, tekur undir með Guð­brandi og segir við Kjarn­ann að meiri­hluti bæj­ar­stjórnar sé „al­farið á móti end­ur­ræs­ingu verk­smiðj­unn­ar. Öllum ætti að vera ljóst að okkar skoðun hefur ekk­ert breyst varð­andi rekstur verk­smiðj­unn­ar“.

Líkt og Kjarn­inn greindi nýlega frá segja stjórn­endur Arion banka jákvæðar breyt­ingar á mark­aði fyrir kísil hafa leitt til þess að mik­ill áhugi hafi vaknað á eign á dótt­ur­fé­lagi bank­ans, Stakks­bergi, en þar er um að ræða kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem áður var í eigu United Sil­icon.

Áfalla­­saga kís­­il­ver­s­ins í Helg­u­vík hófst löngu áður en kynt var upp í ljós­­boga­ofn­inum Ísa­bellu í fyrsta skipti. Ísa­bella var óstöðug allt frá upp­­hafi og átti ítrekað eftir að hiksta og hósta með til­­heyr­andi mengun þar til yfir lauk. Það kom alvar­­lega niður á fólki sem bjó í nágrenn­inu sem og bæj­­­ar­­fé­lag­inu er stólað hafði á tekjur frá fyr­ir­tæki sem var orðið gjald­­þrota rúmu ári eftir að fyrstu neist­­arnir voru bornir að Ísa­bellu.

Helsti lán­­ar­drott­inn fyr­ir­tæk­is­ins, Arion banki, fékk svo að finna fyrir því og end­aði að lokum með verk­smiðj­una í fang­in­u. ­

Rúm­­lega 10.500 tonn af kolum og tæp­­lega 3.000 tonn af við­­ar­kolum voru notuð á þeim tæp­­lega tíu mán­uðum sem kís­­il­verk­smiðja United Sil­icon í Helg­u­vík starf­aði með hléum á árunum 2016-2017. Þá voru 97,5 tonn af dísilolíu og bens­íni not­uð. Á þessum tíma var losun koltví­­­sýr­ings frá jarð­efna­elds­­neyti 31.410 tonn og frá lífmassa 33.847 tonn – sam­tals um 65.257 tonn. Losuð voru 115 tonn af brenn­i­­steins­dí­oxíði út í and­­rúms­­loftið en vegna „tækn­i­­legra örð­ug­­leika“ voru gögn úr mæli­­bún­­aði fyrir svifryk ekki talin áreið­an­­leg.

.

.

Brenna þarf þús­undum tonna af kolum

Sam­kvæmt fyr­ir­ætl­unum Arion banka sem settar voru fram í frum­mats­skýrslu, á að bæta við þremur ljós­boga­ofnum og fram­leiða 100 þús­und tonn af kísli á ári. Til þess þarf 80.000 tonn af kol­um, 8.000 tonn af við­­ar­kolum og 90 þús­und tonn af við­­ar­flís ásamt þús­undum kílóa af fleiri hrá­efn­­um.

Í síð­­asta birta árs­hluta­­reikn­ingi Arion banka sagði að félagið væri á loka­­metr­unum með nýtt umhverf­is­­mat á kís­­il­verk­smiðj­unni. Áætl­­aður kostn­aður við þær úrbætur sem átti að ráð­­ast í á verk­smiðj­unni sam­­kvæmt úrbóta­á­ætlun Stakks­bergs er um 4,5 millj­­arðar króna. ­Á­ætl­­­anir um breyt­ingar á verk­smiðj­unni eru sagðar vera á loka­­stigi sam­­þykkt­­ar.

Þetta er tölu­verður við­­snún­­ingur frá því sem fram kom á upp­­­gjör­s­fundi Arion banka sem fram fór í febr­­úar síð­­ast­liðn­­­um. Þar sagði Bene­dikt Gísla­­son, banka­­stjóri Arion banka, að þar sem bank­inn bók­­­færði aðeins hrakvirði á verk­smiðj­una væri það „vís­bend­ing um að litl­ar vonir séu um að verk­­­smiðjan muni starfa aft­­­ur, á­huga­vert væri að sjá aðra og grænni starf­­­semi eiga sér stað þar í fram­­­tíð­inn­i.”

Nýtt deiliskipu­lag er for­­­senda þess að end­­­ur­­­upp­­­­­bygg­ing verk­smiðj­unnar geti átt sér stað og bæj­­­­­ar­­­stjórn Reykja­­­nes­bæjar hefur vald til að hafna eða sam­­­þykkja til­­­lögu að deiliskipu­lagi. Ákvörðun um hvort kís­­­il­­­málm­­­verið hefur starf­­­semi á ný er því póli­­­tísk og ræðst í atkvæða­greiðslu kjör­inna full­­­trúa.

Kjarn­inn greindi frá því í sept­­­em­ber í fyrra að miðað við þau svör sem bár­ust frá bæj­­­­­ar­­­full­­­trúum í Reykja­­­nesbæ um afstöðu þeirra til máls­ins sé ljóst að meiri­hluti núver­andi bæj­­­­­ar­­­stjórnar mun ekki gefa grænt ljós á það að kís­­­il­­­málm­­­verk­­­smiðjan í Helg­u­vík verði end­­­ur­bætt, ræst að nýju og stækkuð líkt og Stakks­berg fyr­ir­hug­­­ar.

Vilja að verk­smiðjan verði rifin eða starf­semi breytt

For­seti bæj­ar­stjórnar segir við Kjarn­ann nú, í til­efni fregna af áhuga á kaupum á verk­smiðj­unni, að Reykja­nes­bær hafi ítrekað komið þeim sjón­ar­miðum auk­ins meiri­hluta bæj­ar­stjórnar á fram­færi við Arion banka að það sé eng­inn vilji fyrir end­ur­ræs­ingu kís­il­verk­smiðj­unnar í Helgu­vík. Stjórn­völd hafi einnig átt sam­ráð við bank­ann um mögu­leika á ann­ars konar nýt­ingu mann­virkja. „Það hefur hins vegar ekki skilað neinni nið­ur­stöðu enn sem komið er,“ segir Guð­brand­ur.

Um þetta atriði segir Frið­jón for­maður bæj­ar­ráðs að fram hafi farið óform­legar við­ræður við áhuga­sama aðila um nið­ur­rif verk­smiðj­unnar og einnig við eig­endur henn­ar. „Ekk­ert er ákveðið í þeim efnum að okkur vit­andi en væntum við­bragða frá eig­endum fljót­lega.“

Fleira áhugavert: