Uppblásnir pottar – Innköllun, raflosti, drukknun

Grein/Linkur:  Hætta á raflosti og drukknun

Höfundur:  Morgunblaðið

Heimild: 

.

.

Ágúst 2014

Hætta á raflosti og drukknun

Neytendastofa greindi frá því að það hefði þurft að innkalla uppblásna heita potta af gerðinni Mspa-Oriental Recreational Products vegna „alvarlegrar hættu“ sem getur skapast af notkun þeirra. Ekki kom fram í tilkynningu Neytendastofu hvað væri hættulegt við pottana. En í tilkynningu á vef Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá 25. júlí kemur fram að pottarnir geti verið lífshættulegir.

Á vefnum er að finna nákvæmari útlistun á gallanum sem fyrst var tilkynntur í Hollandi. Þar segir að hætta sé á að fólk fái raflost og drukkni í pottunum vegna þess að vatnið í honum getur komist í snertingu við hitunartæki sem tengt er við rafmagn. Þá standast pottarnir ekki svokallaða lágspennutilskipun ESB, (e. Low Voltage Directive).

Tvö slys hafa verið tilkynnt erlendis vegna pottanna samkvæmt þessu en ekki kemur fram hversu alvarleg þau voru.

Eins og fram kom í tilkynningunni frá Neytendastofu í gær nær innköllunin til Mspa- Oriental Recreational Products (ORPC) potta af tegundunum B-110, B-091 og B-132 sem eru væntanlega tegundirnar sem seldar hafa verið hér á landi. Fleiri týpunúmer eru þó gefin upp á tilkynningavef Framkvæmdastjórnar ESB sem fólk ætti að líta betur á hafi það keypt uppblásinn pott með öðrum leiðum.

Fleira áhugavert: