Raf­bíl­asala – 60,8% hlutheild

Heimild:

.

Ágúst 2020

Stöðug aukn­ing hef­ur verið í hlut­falli raf­bíla af heild­ar­sölu Brim­borg­ar og náði hlut­fallið nýj­um hæðum í júlí þegar það fór í 60,8% af seld­um fólks­bíl­um.

„Aukið úr­val raf­bíla og ten­gilt­vinn raf­bíla frá bíla­fram­leiðend­um Brim­borg­ar skýr­ir aukna sölu enda finna sí­fellt fleiri viðskipta­vin­ir raf­magnaða bíla við hæfi. Nú og næstu mánuði mun Brim­borg geta boðið 24 gerðir raf­magnaðra bíla til sölu á Íslandi frá fimm bíla­fram­leiðend­um. Úrvalið er allt frá litl­um borg­ar­bíl­um til stórra, 7-9 manna bíla, fjór­hjóla­drif­inna jeppa og allt þar á milli,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Þar er bætt við: „Volvo ten­gilt­vinn jepp­arn­ir hafa notið gríðarlegra vin­sælda und­an­far­in ár og fljót­lega mun Brim­borg kynna 100% hrein­an rafjeppa frá Volvo. Peu­geot sæk­ir mjög hratt inn á markaðinn með hreina raf­bíla og ten­gilt­vinn­bíla og kynnti ný­lega enn einn raf­bíl­inn, e-2008. Ford kynnti ný­verið Kuga ten­gilt­vinn­bíl og Ford Explor­er ten­gilt­vinn er ný­kom­inn til Íslands og á næsta ári er von á Ford Mu­stang Mach-E raf­bíln­um. Citroën kem­ur inn á markaðinn í haust og vet­ur með C5 Aircross ten­gilt­vinn­bíl og e-C4 100% hrein­an raf­bíl. Mazda mun einnig kynna 100% hrein­an raf­bíl, MX-30, í haust.“

Með þessu aukna fram­boði raf­magnaðra bíla reikn­ar Brim­borg með að hlut­fall raf­magnaðra bíla af heild­ar­sölu Brim­borg­ar fari yfir 75% um næstu ára­mót.

Fleira áhugavert: