Afríka, neysluvatn – Minnsta aðgengi í heiminum

Heimild:  mbl

.

afrika

Júní 2010

Afr­íkuþjóðir, ekki síst Sómal­ía, Má­rit­an­ía og Súd­an, hafa viðkvæm­ustu vatns­lind­ir í heim­in­um. Vatns­birgðir á Íslandi eru hins­veg­ar þær bestu í heim­in­um, sam­kvæmt nýrri rann­sókn sem breska ráðgjafa­fyr­ir­tækið Map­lecroft birti og Reu­ters frétta­stof­an grein­ir frá.

Mark­mið skýrsl­unn­ar er að vekja at­hygli fyr­ir­tækja á áhættu­söm­um fjár­fest­ing­um vegna viðkvæmra vatns­linda.  Map­lecroft seg­ir að vegna lofts­lags­breyt­inga og vax­andi fólks­fjölda á jörðinni verði fram­boð ferskvatns vax­andi áhyggju­efni á næstu ára­tug­um, bæði fyr­ir land­búnað og iðnað. Hugs­an­legt er að deil­ur og átök verði milli þjóða vegna vatns.

afrika vatn

Vatns­skort­ur er víða vax­andi vanda­mál en þar stend­ur Ísland vel að vígi. Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar

Úttekt var gerð á 165 þjóðum sem leiddi í ljós að staðan er viðkvæm­ust meðal Afr­íku- og Asíuþjóða, ef tekið er mið af aðgengi að hreinu drykkjar­vatni, fram­boð miðað við höfðatölu og hversu mikið þjóðir reiða sig á ár­vatn sem renn­ur fyrst í gegn­um önn­ur lönd. Sómal­ía er verst stödd, en þar hafa aðeins 30% þjóðar­inn­ar aðgang að hreinu drykkjar­vatni. Næst á eft­ir fylgja Má­rit­an­ía, Súd­an, Níg­er, Írak, Úsbekist­an, Pak­ist­an, Egypta­land, Túrk­men­ist­an og Sýr­land.

Á hinum enda skalans trón­ir Ísland hins veg­ar á toppn­um með ör­ugg­asta fram­boð af ferskvatni í heimi, en fast á hæla þess koma Nor­eg­ur og Nýja-Sjá­land. En vatns­skort­ur er ekki aðeins vanda­mál meðal fá­tækra þjóða. Þvert á móti eiga þjóðir eins og Banda­rík­in og Ástr­al­ía líka víða í vand­ræðum. „Evr­ópu­lönd eins og Búlga­ría, Belg­ía og Spánn eiga líka við vatns­skort að stríða,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Sam­kvæmt rann­sókn­inni útheimt­ir vökvun í land­búnaði um 70% af vatns­notk­un heims­ins. 22% eru notuð í iðnaði. Í skýrsl­unni er nefnt að fyr­ir­tæki s.s. Rio Tinto, Coca Cola og Marks & Spencer hafi markað sér þá stefnu að reyna að draga úr vatns­notk­un í iðnaðinum.

Fleira áhugavert: