WC – Saga, merking skammstöfunnar

Heimild: 

.

Júlí 2005

Af hverju eru salerni merkt með stöfunum WC?

Skammstöfunin WC stendur fyrir water closet ‘vatnssalerni’. Closet er notað í fleiri en einni merkingu:

  1. fataskápur, fataherbergi
  2. lítið herbergi notað til hvíldar eða til þess að draga sig í hlé.

Orðið er skylt latnesku sögninni claudo ‘ég loka, læsi’ en af henni er dregið nafnorðið claustrum ‘læstur staður’. Fyrr á tímum, þegar útikamrar voru mjög algengir, þótti mikil framför þegar tekið var að leiða vatn inn á slíka staði og síðar í salerni í húsum.

Slík salerni voru þá greind frá öðrum með því að taka fram að þau væru með vatni, water closet, síðar stytt í WC. Á íslensku var farið að notað orðið vatnssalerni um aldamótin 1900.

Fleira áhugavert: