Akureyri – Hvaðan kemur neysluvatnið?

Grein/Linkur: Hvaðan kemur kalda vatnið?

Höfundur: Norðurorka

Heimild:

.

.

Hvaðan kemur kalda vatnið?

Um 75-80% neysluvatns bæjarbúa Akureyrar kemur frá tveimur lindasvæðum sem staðsett eru norðan og sunnan við skíðasvæði Hlíðarfjalls, Sellandslindir á Glerárdal og Hesjuvallalindir í Hlíðarfjalli. Þar sem vatnsverndarsvæðin í Hlíðarfjalli anna ekki vatnsþörf Akureyringa þurfa bæjarbúar einnig að treysta á vatnsverndarsvæðið á Vöglum í Hörgárdal.

Vatnið sem neytendur Norðurorku hafa aðgang að er að afar góðum gæðum. Harka vatnsins er  0,93 til 1,55 dH (sem telst vera mjög mjúkt) og lítið er af uppleystum steinefnum í vatninu. Kalt neysluvatn er sótt á skilgreind vatnsverndarsvæði þaðan sem það rennur óhindrað í dælustöðvar í þéttbýli sem koma því áfram til neytenda. Að ýmsu er að hyggja þegar velja skal gott vatnsból. Oft þekkja kunnugir staði þar sem vatn kemur upp á yfirborð jafnvel í frostum. Annars staðar er lítið um vatn og ekkert í umhverfinu sem bendir á góða lind. Þegar virkja á nýtt vatnsból eða endurnýja gamalt þarf að gera rannsóknir og forkönnun á vatnstökusvæðinu.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur eftirlit með neysluvatni Norðurorku og sömuleiðis er vinnsla og dreifing vöktuð í samræmi við vottað gæðakerfi fyrirtækisins.

Hvað þýðir virkjað vatnsból?

Við virkjun vatnsbóls þarf að koma fyrir brunni og vatnsgeymi þar sem þörf er auk nauðsynlegs síunarefnis. Jafnframt þarf að ganga þannig frá framkvæmdinni að gæði vatns rýrni ekki. Mikilvægt er að frágangur sé góður og slíkt næst einungis með vönduðum vinnubrögðum og ströngu eftirliti.  Huga þarf að því að skilja svæðið eftir sem líkast því sem það var áður en hafist var handa við brunngerðina

Fleira áhugavert: