Bretland, Sviss – Eignast virkjanir, Sæstreng?

Heimild: 

.

Janúar 2019

Ketill Sigurjónsson

Óheppilegir óvissuþættir um sæstreng

Tvö nátengd fyrirtæki, annað skráð í Bret­landi en hitt í Sviss, vinna nú að því eignast hér virkjanir og að sæ­streng­ur til raf­orku­flutn­inga verði lagð­ur milli Ís­lands og Bret­lands. Þetta sæstrengsverk­efni er áhuga­vert, enda er mögu­legt að með raf­orku­sölu til Bretlands (eða megin­lands Evrópu) geti arð­semi af nýt­ingu orku­lind­anna á Ís­landi auk­ist um­tals­vert.

Á móti kemur að verkefnið gæti þró­ast þann­ig að það verði er­lend­ur eig­andi sæ­strengs­ins sem eink­um myndi njóta þess hagn­að­ar sem þarna kann að mynd­ast. Það er líka athygl­is­vert að sviss­neska fyr­ir­tæk­ið sem er ná­tengt breska fyrir­tæk­inu sem sæk­ir það fast­ast að fá slíkan sæ­streng lagð­an, hef­ur nú eign­ast um­tals­verð­an hlut í HS Orku. Og sök­um þess að hinn kana­díski meiri­hluta­eig­andi HS Orku hef­ur nú kynnt áhuga sinn á að selja þá eign sína, er mögu­legt að sviss­neska fyr­ir­tæk­ið eign­ist ríf­legan meiri­hluta í HS Orku.

Þar með yrði mögu­legt að sú raf­orka sem HS Orka sel­ur nú til ál­vers Norð­ur­áls í Hval­firði, yrði seld til Bret­lands um sæ­streng­inn. Reynd­ar gæti öll raf­orku­fram­leiðsla HS Orku farið í streng­inn og þá mögu­lega einn­ig það raf­magn sem fram­leitt yrði í fyr­ir­hug­aðri Hval­ár­virkj­un á Strönd­um, en HS Orka á meiri­hluta hluta­bréf­anna í því verk­efni.

Norð­ur­ál Hval­firði

Í liðinni viku fóru fram tveir athyglis­verðir fund­ir í Reykjavík, þar sem sæ­streng­ur til Bret­lands var mik­il­væg­ur þátt­ur í fund­ar­efn­inu. Ann­ars veg­ar var það fund­ur á veg­um Lands­virkj­un­ar þar sem kynnt var ný skýrsla um yfir­vof­andi mikla aukn­ingu í arð­semi fyrir­tæk­is­ins og hvernig ráð­stafa megi þeim arði. Hins vegar var fund­ur á veg­um Fél­ags atvinnu­rek­enda þar sem fjall­að var um þriðja orku­pakka Evrópu­sam­bands­ins (ESB) og áhrif hans á Ís­landi, þ.m.t. gagn­vart sæ­streng.

Það vakti athygli þess sem hér skrifar að á þess­um fundum var lítt minnst á nokk­ur mik­il­væg­ustu atrið­in sem snerta slík­an sæ­streng. Þá er eink­um átt við þá laga­legu óvissu sem virð­ist vera uppi um það hvort ís­lensk­um stjórn­völd­um væri heim­ilt að neita sæ­strengs­fyr­ir­tæki um að tengj­ast flutn­ings­kerfi Lands­nets eða það hvort ís­lensk­ stjórn­völd­ yrðu skuld­bund­in af ákvörð­un­um Eftir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA) um nýt­ingu sæ­strengs. Svo og er það atriði hvort eðli­legt sé að sæ­streng­ur og virkj­an­ir á Ís­landi verði í eigu sama fyr­ir­tækis eða ná­tengdra fyrir­tækja.

Að mati greinar­höf­und­ar er mik­il­vægt að fram fari breið um­ræða um þessi atriði og að vönd­uð grein­ing eigi sér stað um þessi álita­efni. Um leið er mik­il­vægt að skýr af­staða stjórn­valda og rík­is­stjórn­ar liggi fyr­ir um þessi álita­efni, áður en til þess kem­ur að Al­þingi sam­þykki að inn­leiða þriðja orku­pakk­ann án fyrir­vara.

Þarna eru á ferðinni afar mik­il­væg­ir þjóð­hags­leg­ir hags­mun­ir. Það er grund­vall­ar­atriði að  hnýta þá lausu enda sem nauð­syn­legt kann að vera til að tryggja að við sit­jum ekki allt í einu uppi með sæ­strengs­verk­efni sem skili litlu til ís­lensks al­menn­ings og ís­lenskra orku­fyrir­tækja í opin­berri eigu. Greinarhöfundur er sem fyrr tals­­maður þess að leita leiða til að auka arð­­semi í íslenska raf­­orku­­geir­­an­um, enda hefur arð­semin þar verið lág. Um leið er grein­­ar­höf­und­ur á varð­bergi gagn­vart fá­keppni og ein­ok­un­ar­að­­stöðu.

Gætum þess að sýna fyrir­hyggju.

Fleira áhugavert: