Það er enginn vafi á því að það er nauðsyn, jafnvel lífsnauðsyn, í orðsins fyllstu merkingu, að lækka hita á kranavatni. Til þess eru nokkrar færar leiðir ­ en hverjar? Eyðum ekki tíma í þá arfavitleysu að lækka hita á vatni í veitunum, enda er sú umræða efalaust sett fram til að sýna fram á að hún er óframkvæmanleg, en þessi umræða hefur þó ruglað marga í ríminu. Þá eru eftir tvær leiðir: Að lækka hitann við inntak og þar með í öllu innanhússkerfinu. Að lækka hitann við notkunarstað, í sturtu, við baðker o.s.frv. Tveir flokkar húsa og þó fleiri Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að viðfangsefninu verður að skipta í tvo flokka: Húsnæði, sem er þegar byggt og allar lagnir frágengnar. Húsnæði, sem á eftir að byggja.