Varmaskipta alltaf eða hvað?

Heimild:  LAFI1

 

Gretar Leifsson a

Grétar Leifsson

Október 2013

Það skilja allir hvers vegna varmaskiptar eru notaðir á neysluvatn t.d. á Seltjarnarnesi þar sem hitaveitan er mjög sölt og í loftræsikerfum með frostlegi þar sem frosthætta er, það er ekki alveg jafn ljóst að skv. ÍST 67, þá skuli öll ný neysluvatnskerfi verða að vera með varmaskipti.

Hér áður þá þegar galvaniseraðar stállagnir voru mest notaðar í neysluvatnið hentað ekki að vera með varmaskipti. Ný lagnarefni s.s. pex, álpex og ryðfrí rör henta hinsvegar ágætlega fyrir upphitað kalt neysluvatn og reyndar þurfa plastefni yfirleitt lægri hita og minna efninnihald en er til staðar venjulega í hitaveituvatni.

Krafa byggingareglugerðarinnar er hinsvegar opnari og leyfir notkun á blöndunarloka við inntak til þess að ná niður hitastiginu í 65°C. Með blöndunarloka er hægt að ná fram hitavörn, en eftir sem áður þá er hitaveituvatn í krönunum. Þegar hitaveituvatni er blandað við kalt vatn við inntak þá geta orðið útfellingar á leiðinni í blöndunartækin sem setjast á viðkvæman búnað s.s. pakkdósir og hitaelement, fyrir utan það að setjast á postulín, flísar og gler þegar út er komið.

VarmaskiptarHitaveituvatn er ekki skilgreint sem neysluvatn eins og kalda vatnið. Með varmaskipti verður einnig sami þrýstingur er á heitu og köldu vatni. Með minni útfellingum og sama þrýsting á heitu og köldu, er líklegt til þess að hitastýrð blöndunartæki virka betur og endast lengur. Minni útfellingar gera síðan öll ytri þrif á flísum og tækjum auðveldari.

Sérstaklega skal vekja athygli á því að notkun varmaskipta á venjuleg hitakerfi með venjulegu hitaveituvatni t.d. í Reykjavík, hindrar að hitaveituvatn tæri málma t.d. kopar sem er í flestum hitaelementum í blásurum s.s. anddyrisblásurum, hitablásurum og eftirhiturum.

Mörg dæmi eru um að slík element endist einungis í um 3 ár áður en þau tærast í sundur með tilheyrandi tjóni. Útfellingar eru algengar á stjórnloka (spindla og pakkdósir) og rennslisglös þannig að búnaðurinn festist. Dæmi er um að dreifikistur gólfhita hafi verið svo illa farnar að þeim hafi verið skipt út í heilu lagi eftir bara nokkur ár á opnum kerfum. Varmaskiptar kosta töluvert og taka pláss. Þeir geta fyllst af útfellingum og þurfa því hreinsun eða útskiptingu og svo nota þeir meira orku heldur en bein notkun.

Það er ljóst að varmaskiptar verða sífellt meira notaðir vegna reglugerða og öryggis og það getur verið vafasamur sparnaður að sleppa þeim.

 

Vinsælast á vefnum 2016-2017

nr.12

Varmaskipta alltaf eða hvað?

 

Fleira áhugavert: