Orkustofnun synj­ar kerf­isáætl­un

Heimild:  

 

September 2017

Höfuðstöðvar Landsnets.

Höfuðstöðvar Landsnets. Ljós­mynd/​Landsnet

Orku­stofn­un ákvað að synja kerf­isáætl­un Landsnets fyr­ir tíma­bilið 2016 til 2025. Með breyt­ingu á raf­orku­lög­um á ár­inu 2015 fékk Orku­stofn­un nýtt hlut­verk sem felst í eft­ir­liti með upp­bygg­ingu flutn­ings­kerf­is­ins í gegn­um kerf­isáætl­un Landsnets.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Orku­stofn­un.

Þar kem­ur fram að Landsnet skuli ár­lega leggja fram kerf­isáætl­un til samþykkt­ar hjá Orku­stofn­un sem feli í sér tvo meg­inþætti:

  • Lang­tíma­áætl­un sem sýn­ir þá þætti í meg­in­flutn­ings­kerf­inu sem fyr­ir­hugað er að byggja upp eða upp­færa á næstu tíu árum.
  • Fram­kvæmda­áætl­un sem sýn­ir ákv­arðanir um fjár­fest­ing­ar í flutn­ings­kerf­inu sem hafa verið tekn­ar og ákv­arðanir sem ráðast skal í á næstu þrem­ur árum.

Krafðist breyt­inga í maí 

„Sam­kvæmt raf­orku­lög­um hef­ur Orku­stofn­un það hlut­verk að fara yfir og meta kerf­isáætl­un Landsnets með hliðsjón af mark­miðum raf­orku­laga um ör­yggi, skil­virkni, áreiðan­leika af­hend­ing­ar, hag­kvæmni, gæði raf­orku og stefnu stjórn­valda um lagn­ingu raflína. Mat Orku­stofn­un­ar á fram­kvæmd­um á fram­kvæmda­áætl­un kerf­isáætl­un­ar kem­ur í stað leyf­is­veit­inga stofn­un­ar­inn­ar fyr­ir ein­stök­um fram­kvæmd­um. Þannig fel­ur samþykki Orku­stofn­un­ar á kerf­isáætl­un í sér ígildi leyf­is fyr­ir fram­kvæmd­um á fram­kvæmda­áætl­un flutn­ings­fyr­ir­tæk­is­ins,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Höfuðstöðvar Landsnets. Ljós­mynd/​Landsnet

Orku­stofn­un fékk kerf­isáætl­un 2016 til 2025 fyrst til form­legr­ar meðferðar í lok mars á þessu ári. Þann 8. maí síðastliðinn gerði stofn­un­in at­huga­semd­ir við fram­lagða kerf­isáætl­un Landsnets og krafðist breyt­inga á áætl­un­inni.

Landsnet skilaði Orku­stofn­un upp­færðri kerf­isáætl­un með breyt­ing­um þann 27. júní síðastliðinn. Í ein­hverj­um til­vik­um taldi Landsnet að fyr­ir­tæk­inu bæri ekki skylda til þess að veita umbeðnar upp­lýs­ing­ar.

Tölu­verðir ann­mark­ar enn til staðar

„Orku­stofn­un hef­ur nú yf­ir­farið þær breyt­ing­ar sem Landsnet hef­ur gert á kerf­isáætl­un fyr­ir­tæk­is­ins og er það mat stofn­un­ar­inn­ar að enn séu tölu­verðir ann­mark­ar á áætl­un­inni. Ann­mark­ar þess­ir fel­ast einkum í því að áætl­un­ar­gerð vegna ein­stakra fram­kvæmda á fram­kvæmda­áætl­un er í ein­hverj­um til­vik­um ekki lokið eða full­nægj­andi upp­lýs­ing­ar liggja ekki fyr­ir um fram­kvæmd­ir þannig að hægt sé að taka af­stöðu til þess hvort þær upp­fylli skil­yrði raf­orku­laga. Það var því niðurstaða Orku­stofn­un­ar að synja kerf­isáætl­un Landsnets 2016-2025. Ákvörðunin er kær­an­leg til úr­sk­urðar­nefnd­ar raf­orku­mála.“

Fleira áhugavert: