Lón virkjana – Hversu stór eru þau?

Grein/Linkur: Hversu stór hluti landsins hefur farið undir lón við vatnsvirkjanir?

Höfundur: Þorsteinn Hilmarsson

Heimild: 

.

Afrennsli Þórisvatns er stjórnað um lokumannvirki – Mynd:STÖÐ 2/ARNAR HALLDÓRSSON.

.

September 2004

Hversu stór hluti landsins hefur farið undir lón við vatnsvirkjanir?

Landsvirkjun á og rekur öll lón og veitur í landinu sem orð er á gerandi. Landið allt er 103.000 km2 og sé flatarmál allra lóna lagt saman nemur það um 0,25% af flatarmáli landsins ef Þórisvatn, sem er þeirra stærst, er allt tekið með í reikninginn.

Lón og veitur eru því samtals um 260 km2. Þórisvatn var þó að hluta stöðuvatn fyrir virkjanirnar þannig að í raun hafa einungis 22 km2 þess farið undir lón við stækkunina. Sé þetta tekið með í reikninginn þá er svarið við spurningunni, að 0,18% landsins hafi farið undir virkjanir, eða 190 km2.

Lónin eru þessi:

  • Hágöngulón – 34 km2
  • Þjórsárlón – 3,5 km2
  • Kvíslárvatn – 24 km2
  • Þórisvatn (stækkun) – 22 km2 (úr 70 í 92 km2)
  • Vatnsfellslón – 0,3 km2
  • Krókslón – 14 km2
  • Hrauneyjalón – 9 km2
  • Sultartangalón – 20 km2
  • Bjarnalón – 1 km2
  • Blöndulón – 57 km2
  • Laxárlón – 0,1 km2
  • Gilsárlón – 5 km2

Þeirra stærst er Þórisvatn sem getur rúmað um 1.400 Gl (gígalítra) af vatni þegar það er fullt (einn Gl er einn milljarður lítra eða milljón rúmmetrar). Þórisvatn, sem staðsett er norður af Tungnaá, var að stærstum hluta stöðuvatn fyrir og eins og kemur fram í svari Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hver eru tíu stærstu vötn landsins? var það næst stærsta vatn landsins áður en framkvæmdirnar hófust. Landsvirkjun breytti Þórisvatni í miðlunarlón og er það nú notað sem vatnsmiðlun fyrir virkjanir í Tungnaá og Þjórsá .

Hálslón við Kárahnjúka verður 57 km2 sem er jafnstórt næststærsta lóni landsins í dag, Blöndulóni í Austur-Húnavatnssýslu. Framkvæmdir á Kárahnjúkasvæðinu eru nú í fullum gangi og verður Hálslón til við byggingu þriggja stíflna á svæðinu. Sú stærsta, Kárahnjúkastífla, verður í Jökulsá á Dal og er áætlað að verði um 190 metra há og 730 metra löng. Vatnsyfirborð Hálslóns verður að meðaltali í 580 metra hæð yfir sjávarmáli í júní, í meðalári

Fleira áhugavert: