Ofmetin sparnaður í útblæstri?

Heimild:  

 

Reynir Smári Atlason.

Reyn­ir Smári Atla­son

September 2017

Ef þungaiðnaður á Íslandi væri knú­inn áfram með kola­brennslu, þá þyrfti landið að kaupa viðlíka magn af kol­um og Kól­umbía ger­ir og kostnaður­inn við slíkt myndi nema um 500 millj­ón doll­ur­um á ári.

Þetta seg­ir doktor Reyn­ir Smári Atla­son, lektor við Há­skól­ann í Suður Dan­mörku (SDU). Hann hef­ur í fé­lagi við Rún­ar Unnþórs­son, pró­fess­or við verk­fræðideild Há­skóla Íslands, vakið at­hygli á því í fag­tíma­rit­inu Geot­hermics að Orku­stofn­un of­meti sparnað Íslend­inga af út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda þar sem við not­umst við end­ur­nýj­an­leg­ar auðlind­ir en ekki olíu og kol líkt og fjöldi annarra þjóða.

„Það er al­veg ljóst að við mynd­um aldrei kaupa kol í þessu magni,“ seg­ir Reyn­ir Smári. „Orku­stofn­un ger­ir í sín­um út­reikn­ing­um ráð fyr­ir því að notk­un­in væri sú sama ef raf­magnið væri ein­ung­is fram­leitt með jarðefna­eldsneyti.“

Sparnaður­inn ofáætlaður um 40%

Neyslu­mynst­ur þjóðar­inn­ar end­ur­spegl­ar hins veg­ar að hans mati aðgengi þjóðar­inn­ar af ódýrri orku. Íslend­ing­ar noti meiri orku en marg­ar aðrar þjóðir, af því að þeir hafa aðgang að ódýr­ari orku. Sam­kvæmt út­reikn­ing­um þeirra Rún­ars þá ofáætl­ar Orku­stofn­un sparnaðinn á kolt­vís­ír­ingsí­gild­um vegna notk­un lands­manna af um­hverf­i­s­vænni orku um ein 40%.

Reyn­ir Smári seg­ist ekki vera að skjóta á stofn­un­ina, enda sé óum­deilt að með vatns- og jarðhita­ork­unni megi draga úr út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda. Sparnaður­inn sé hins veg­ar ekki jafn mik­ill og Orku­stofn­un hef­ur áætlað.

„Ég er um­hverf­is- og auðlinda­fræðing­ur og sá þess­ar töl­ur frá Orku­stofn­un af ein­skærri for­vitni. Mér fannst eig­in­lega of gott til að vera satt hjá þeim hversu rosa­lega mik­ill sparnaður­inn var. Þannig að ég hringdi í Orku­stofn­un og spurði þá út í aðferðafræðina sem þeir nota til að reikna þetta út og þá kom í ljós að þeir gera ekki ráð fyr­ir öðrum neyslu­venj­um Íslend­inga.“

Notaði land­inn hins veg­ar kol, olíu, gas eða aðra sam­bæri­lega orku­gjafa sem eru dýr­ari jarðvarma- og vatns­ork­unni, þá væru þeir hins veg­ar lík­lega ekki notaðir í sama magni.

Raun­hæft að notk­un­in væri svipuð og í Bretlandi og Tékklandi

Reyn­ir Smári seg­ist því hafa sett upp nokkr­ar sviðsmynd­ir  af því hver staðan væri  ef Íslend­ing­ar hefðu ekki vatns- og jarðhita­orku. Hann seg­ist telja þá raun­hæf­ustu vera þá sviðsmynd þar sem gert er ráð fyr­ir að Íslend­ing­ar hefðu ekki aðgang að jarðvarma, en gætu enn notað vatns­afnlið.

„Við bár­um okk­ur sam­an við töl­ur frá Bretlandi og Tékklandi, því að hita­stig þar er svipað og hér á landi og því get­um við ímyndað okk­ur að orku­notk­un við kynd­ingu og kæl­ingu yrði svipuð. Þetta gef­ur til kynna að Orku­stofn­un ofáætli sparnaðinn gríðarlega. Með þess­um út­reikn­ingi er sparnaður­inn yfir ára­bilið 1969-2014 á bil­inu 204-277 millj­ón tonn af CO2 ígild­um í stað 342 millj­ón tonn­anna sem Orku­stofn­un ger­ir ráð fyr­ir,“ út­skýr­ir Reyn­ir Smári.

„Sam­kvæmt þessu ofáætla þeir sparnaðinn því um allt að 100 millj­ón tonn yfir þetta tíma­bil, með þvi að gera ráð fyr­ir að hér væri þungaiðnaður, 120 sund­laug­ar og svo fram eft­ir göt­un­um jafn­vel þó að þetta væri allt knúið áfram með kol­um, sem er svo­lítið ein­föld nálg­un.“

Hann bæt­ir við að 204-277 millj­ón tonn sé engu að síður gríðarlega mik­ill sparnaður.

Aðrir vitna í töl­urn­ar

Hann hef­ur látið Orku­stofn­un vita af birt­ingu grein­ar­inn­ar. „Ég sendi þeim hana dag­inn áður en hún var birt og þeir svöruðu og þökkuðu fyr­ir,“ seg­ir Reyn­ir Smári. Útreikn­ing­un­um á vef Orku­stofn­unn­ar hef­ur þó ekki verið breytt í kjöl­farið.

„Þetta er kannski ekki þeirra styrk­ur, þeir hafa bara leikið sér með þess­ar töl­ur og sett á netið. Síðan er hins veg­ar verið að vitna í þess­ar töl­ur á ýms­um stöðum og þannig er þetta farið að vinda aðeins upp á sig, jafn­vel þó að töl­urn­ar séu fjarri lagi.

Ég man t.d. eft­ir að hafa heyrt vitnað í þær á jarðvarmaráðstefnu sem var hald­in hér í hitteðfyrra og þá var viðtal við for­stjóra Lands­virkj­un­ar sem var að vísa í þess­ar töl­ur.“

Nesjavallavirkjun. Reynir Smári segir raunhæfustu sviðsmyndina vera þá þar sem ...

Nesja­valla­virkj­un. Reyn­ir Smári seg­ir raun­hæf­ustu sviðsmynd­ina vera þá þar sem gert er ráð fyr­ir að Íslend­ing­ar hafi ekki aðgang að jarðvarma, en gætu enn notað vatns­afnlið. mbl.is/​Sverr­ir Vil­helms­so

 

Fleira áhugavert: