Vatnsvinnsla Heiðmörk – Vatnstaka höfuðborgarsvæðinu

Grein/Linkur: „Við erum með öll eggin í sömu körfunni“

Höfundur: Edda Sif Páldóttir

Heimild:

.

Smella á mynd til að heyra/sjá umfjöllun úr Landanum

.

Nóvember 2022

„Við erum með öll eggin í sömu körfunni“

Um helmingur íbúa landsins fær vatnið sitt frá vatnsvinnslunni í Heiðmörk, afgirtu svæði sem liggur rétt við þjóðveginn. Vatnsveita Reykjavíkur tók til starfa 1909 og var þá mesta mannvirki sem ráðist hafði verið í hérlendis. Og vatnsneyslan margfaldaðist á stuttum tíma, fór úr átján lítrum á hvern íbúa á sólarhring í rúmlega 200.

„Það er vatnshallæri í Reykjavík upp úr aldamótunum 1900 og vatnið er tekið úr brunnum, grunnum brunnum og óhreinum og það er mikið verið að takast á um það hvernig eigi að afla vatns fyrir borgina. Það er byrjað að leita nær Reykjavík og það kemur upp taugaveikifaraldur og þetta er orðið mjög aðkallandi. Fyrst er talað um að taka vatnið úr Elliðaánum en í framhaldinu sjá þau að það er kannski ekki það heilnæmasta þar sem það er yfirborðsvatn og ákveðið að fara í Gvendarbrunna hérna í Heiðmörkinni,“ segir Olgeir Örlygsson sérfræðingur hjá Veitum.

Öll Reykjavík fær vatn af svæðinu og Kópavogur nýtir sömu lindir ofar. Hafnarfjörður tekur svo vatn vestan við.

„Við erum með öll eggin í sömu körfunni og þess vegna er mikilvægt að standa vörð um svæðið. Við erum í varnarbaráttu því samfélagið er að stækka, okkur er að fjölga og borgin að breiða út vængi sína,“ segir Jón Trausti Kárason forstöðumaður hjá Veitum.

2017/18 komust örverur í vatnið en nú hefur verið komið í veg fyrir að það gerist aftur. Sinubrunar kviknuðu á svæðinu í fyrra og svo er það hræðslan við að olíubíll fari á hliðina á þjóðveginum.

Fleira áhugavert: