Kanada – Hætta brennslu kola 2030?

Heimild:  

 

Nóvenber 2016

Catherine McKenna, umhverfisráðherra Kanada. Myndin er tekin á loftslagsráðstefnu SÞ í Marrakesh Mynd: AP

Kanadastjórn stefnir að því brennsla kola til rafmagnsframleiðslu í landinu heyri sögunni til árið 2030. Kathleen McKenna, umhverfisráðherra Kanada, upplýsti þetta í gær. Kanadamenn framleiða nú þegar 80% alls rafmagns með endurnýjanlegri orku, aðallega í vatnsaflsvirkjunum. Samkvæmt nýrri orkuáætlun ríkisstjórnar Justins Trudeaus er ætlunin að þetta hlutfall verði orðið 90% árið 2030. Á sama tíma boðar verðandi Bandaríkjaforseti, Donald Trump, afnám allra hafta á notkun jarðefnaeldsneytis.

Áætlun stjórnvalda byggir á blöndu af hvötum og refsiaðgerðum í formi ívilnana og skatta. Er þessu ætlað að flýta enn fyrir því að rekstraraðilar kolaorkuvera skipti yfir í jarðgas. Um 8% allrar losunar Kanadamanna á gróðurhúsalofttegundum stafar af kolabrennslu.

Fyrirætlanir stjórnvalda mæta talsverðri andstöðu á þeim svæðum, þar sem kolavinnsla er mikilvæg atvinnugrein. Talsmenn kolanámueigenda jafnt sem kolanámumanna telja boðuðum mótvægisaðgerðum stjórnvalda, sem ætlað er að draga úr neikvæðum áhrifum umskiptanna, allnokkuð ábótavant.

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem hann fer yfir þau forgangsverk, sem hann hyggst vinda bráðan bug að strax á fyrsta degi sínum í embætti. Ofarlega á þeim lista er afnám allra hafta á vinnslu og notkun jarðefnaeldsneytis til orkuframleiðslu.

Fleira áhugavert: