Hvammsvík, sagan – Orku­veita Reykjvíkur selur

Heimild:  

.

Skýrsla Hitaveitu Reykjavíkur um Hvammsvík

Júní 1998

Smella á skjal til að opna

.

Hvamms­vík í Hval­f­irði er fög­ur vík frá nátt­úr­unn­ar hendi. Áform eru um að bjóða upp á sjó­böð í hæsta gæðaflokki. Ljós­mynd/​www.mats.is

.

Nóvember 2011

Keypti Hvamm og Hvamms­vík

Skúli Mo­gensen

Skúli Mo­gensen, fjár­fest­ir og aðal­eig­andi MP banka, er kaup­andi að jörðunum Hvammi og Hvamms­vík í Hval­f­irði, sem Orku­veita Reykja­vík­ur (OR) seldi ný­lega.

„Ég hlakka til að fást við þetta skemmti­lega verk­efni. Byggja þarna upp og rækta og nýta jörðina fyr­ir framtíðar ferðamanna- og úti­vist­ar­svæði,“ seg­ir Skúli. Aðspurður seg­ist hann ekki geta tjáð sig frek­ar að sinni um hvort eða hvenær farið verði í ein­hverj­ar fram­kvæmd­ir á jörðunum. Hann þekki staðinn nokkuð vel og finn­ist þetta áhuga­vert en sé ekki bú­inn að full­móta áætlan­ir varðandi jarðirn­ar.

OR aug­lýsti jarðirn­ar Hvamm og Hvamms­vík til sölu í vor en til­kynnti ný­lega að jarðirn­ar hefðu verið seld­ar hæst­bjóðanda á 155 millj­ón­ir króna. OR yrði áfram eig­andi jarðhita.

Í Hvamms­vík hef­ur til margra ára verið rek­in ferðaþjón­usta þar sem boðið er upp á sjó­stanga­veiði, kaj­ak­ferðir, grill­veisl­ur. Á jörðinni er níu holu golf­völl­ur og tjaldsvæði.

.

Hvammsvík, austurvíkin þar sem náttúrulaug – Photo by @sarabjorkp

Nóvember 2019

Sjó­böð byggð upp í Hvamms­vík

Aug­lýst hef­ur verið skipu­lags­lýs­ing vegna breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi Hvamms og Hvamms­vík­ur í Hval­f­irði. Til­efni deili­skipu­lags­breyt­ing­anna er áform um upp­bygg­ingu, en fyr­ir­hugað er að byggja sjó­böð og til­heyr­andi aðstöðu fyr­ir baðgesti, svo sem bún­ingsaðstöðu, veit­inga­sölu og bíla­stæði, að því er fram kem­ur á heimasíðu Kjós­ar­hrepps.

Þjón­ustu­hús verður fyr­ir allt að 150 manns og verður bílaum­ferð og fjöldi gesta tak­markaður hverju sinni til að tryggja sem besta upp­lif­un gesta og hlífa nátt­úru staðar­ins fyr­ir of mikl­um ágangi.

Gert ráð fyr­ir 5-6 heit­um laug­um

Fyr­ir­huguð upp­bygg­ing verður þar sem nú­ver­andi nátt­úru­laug er. Gert verður ráð fyr­ir bíla­stæðum fyr­ir um 50 bíla auk stæða fyr­ir 2-3 hóp­ferðabíla. Þjón­ustu­húsið verður allt að 500 fer­metr­ar að stærð. Leit­ast verður við að nota ís­lensk efni og ís­lenska list eft­ir fremsta megni. Laug­arn­ar verða all­ar hlaðnar úr grjóti, sem finnst víðs veg­ar í fjör­unni eða á jörðinni.

Húsið verður lagt torfi og það falið að mestu leyti frá götu og þjóðvegi. Gert er ráð fyr­ir fimm til sex heit­um og köld­um laug­um sem liðast út í vík­ina og fyll­ast og tæm­ast með flóði og fjöru. Einnig er gert ráð fyr­ir tveim gufu­böðum og hvíld­araðstöðu sem jafn­framt er hugsað sem skjól. Laug­arn­ar yrðu mis­djúp­ar en þrjár þeirra yrðu alltaf að mestu not­hæf­ar, einnig á flóði.

.

Hvammsvík Hvalfirði

.

Fleira áhugavert: