Hraunveitan Vestmannaeyjum – Heyrir sögunni til 1998

Grein/Linkur: Hraunhitaveitan heyrir sögunni til innan skamms

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild:

.

.

Júní 1988

Hraunhitaveitan heyrir sögunni til innan skamms

Hitaveitan mun nýta afgangsorku frá Landsvirkjun Fjármálaráðherra hefur fyrir hönd ríkisins gert samning við bæjarstjórn Vestmannaeyja um yfirtöku þess fyrrnefnda á skuldum hitaveitu Vestmannaeyja að upphæð 89 milljónir króna gegn því að bærinn leggi hitaveitunni til aðrar tekjur að upphæð 4,2 milljónir árlega á verðlagi í ársbyrjun 1987 til lokasamningstímans árið 2011, en þá er gert ráð fyrir að hitaveitan verði skuldlaus.

Þessi samningur er samhljóða þeim samningum sem áður hafa verið gerðir við Hitaveitu Akureyrar og Hitaveitu Akraness í kjölfar athugunar hitaveitunefnd ar á skuldamálum hitaveitnanna á árunum 1986 og 1987. Ástæða þess að ekki hefur verið gengið frá málum veitunnar í Vestmannaeyjum fyrr en nú er að beðið hefur verið eftir niðurstöðum athugunar á framtíðarorkuöfl un hennar, en til þessa hefur hún byggst á hraunhita. Ljóst er að lítið er eftir af nýtanlegum hraun hita og að kostnaður við nýtingu hans fer ört vaxandi og því hafa tekist samningar við Landsvirkjun um kaup á afgangsorku til upphitunar. Unnið er að byggingu kyndistöðvar til þess verkefnis og í samningnum er gert ráð fyrirþví í lánsfjárlögum að ríkissjóður ábyrgist lán að upphæð 45 milljónir króna til byggingar hennar, til kaupa á rafskautskatli og til skuldbreytingar annarra eldri og óhagstæðari lána.

Að sögn Eiríks Bogasonar, veitustjóra í Vestmannaeyjum, er gert ráð fyrir að upphitun með rafmagni hefjist í september. Tilað byrja með fást sex megawött, sem er um helmingur þess afls sem veitan þarf, en nægt afl þegar styrkingu á spennuafli í Búrfellsvirkjun er lokið síðari hluta næsta árs. Þá sagði Eiríkur að verið væri að sameina hitaveitu og rafmagnsveitu í Vestmannaeyjum og væntanlega vatnsveituna einnig og stefnt að þvíað sameiningunni yrði lokið um áramótin. Hann sagði að miklar vonir væru bundnar við að sameiningin skilaði sér í ódyrari rekstri veitnanna.

Fjármálaráðherra sótti Vestmanneyinga heim fyrir skömmu og þá var samningur hitaveitunnar og ríkisins undirritaður. Taldir frá vinstri: Arnaldur Bjarnason, bæjarstjóri, Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, Eiríkur Bogason, veitustjóri og Ragnar Óskarsson, forseti bæjarstjórnar.

Fleira áhugavert: