Tekjur Lands­virkj­unar 2017

Heimild: 

 

Mars 2018

Ketill Björnsson

Tekjur Lands­virkj­unar vegna raf­orku­sölu árið 2017 voru nán­ast hinar sömu og árið áður. Þegar miðað er við íslenskar krón­ur. Þarna skil­aði álverið í Straums­vík mestu tekj­unum af öllum ein­stökum við­skipta­vinum Lands­virkj­un­ar, eins og ávallt hefur verið eftir að þar var end­ur­samið um raf­orku­verðið árið 2010. Vegna hækk­andi álverðs hefur álverið á Reyð­ar­firði þó dregið þarna á Straums­vík (sú þróun myndi snú­ast til baka ef álverð lækkar á ný). Þessi tvö álver skil­uðu Lands­virkjun hátt í 60% allra sölu­tekn­anna árið 2017. Í þess­ari grein er fjallað um tekju­skipt­ingu Lands­virkj­unar af raf­orku­söl­unni.

Tekj­urnar hækk­uðu um ca. 2%

Tekjur Lands­virkj­unar af raf­orku­sölu 2017 námu um 43 millj­örðum króna, sbr. taflan hér að neð­an, sem byggir á árs­skýrsla fyr­ir­tæk­is­ins. Árið áður (2016) voru tekj­urnar um 42 millj­arðar króna. Tekju­hækk­unin þarna milli áranna er því ein­ungis um rúm­lega 2%, jafn­vel þó svo magnið af seldu raf­magni ykist um 5%. En Lands­virkjun gerir upp í banda­ríkja­dölum og í þeim gjald­miðli juk­ust tekj­urnar tölu­vert frá árinu áður eða um 15%. Þessi tekju­hækkun í doll­urum skýrist fyrst og fremst af hækk­andi álverði, enda er bæði orku­samn­ingur Fjarða­áls á Reyð­ar­firði og Norð­ur­áls í Hval­firði tengdir álverði.

Tekjur vegna raforkusölu í fyrra.

Hátt í 60% tekn­anna frá tveimur álverum

Á töfl­unni hér að ofan má sjá hversu miklar tekjur Landsvikjun fékk frá hverjum og einum við­skipta­vini eða við­skipta­vina­hópi. Einnig er sýnt hversu hátt hlut­fall tekn­anna hver og einn greiddi. Sést þá vel að álver ÍSAL (Rio Tin­to) í Straums­vík og álver Fjarða­áls (Alcoa) á Reyð­ar­firði eru mik­il­væg­ustu tekju­lind­irn­ar. Þessi tvö álver skil­uðu Lands­virkjun hátt í 60% allra tekn­anna. Það er þó vel að merkja ÍSAL sem greiðir þarna hæsta orku­verðið af öllum álver­unum þremur.

Það er líka athygl­is­vert að bara stór­iðju­fyr­ir­tækin fjög­ur, álverin þrjú og járn­blendi­verk­smiðja Elkem, skil­uðu Lands­virkjun sam­tals um 70% af sölu­tekj­unum 2017. Þegar nýr samn­ingur Lands­virkj­unar og Norð­ur­áls tekur gildi á árinu 2019 og nýtt raf­orku­verð til Elkem tekur gildi það sama ár, mun umrætt hlut­fall tekna Lands­virkj­unar af stór­iðj­unni hækka umtals­vert. Því þá verður raf­orku­verðið til þeirra fyr­ir­tækja örugg­lega tölu­vert mikið hærra en t.a.m. var árið 2017.

Álverið í Straums­vík er hlut­falls­lega mik­il­væg­asta tekju­lindin

Á töfl­unni má líka sjá hlut­fall orku­söl­unn­ar, þ.e. hversu hátt hlut­fall hver og einn keypti af allri þeirri raf­orku sem Lands­virkjun seldi. Sá sam­an­burð­ur, ásamt sam­an­burð­inum um tekju­skipt­ing­una, hefur áður verið útskýrður af grein­ar­höf­undi. En hann sýnir vel hversu mik­il­vægt álverið í Straums­vík (ÍSAL/RTA) er fyrir tekjur Lands­virkj­un­ar. Og athygl­is­vert að núna er norska álfyr­ir­tækið Hydro að vinna að kaupum á þessu álveri. Gangi þau kaup í gegn má vafa­lítið álíta það mjög góða vend­ingu, enda varla hægt að hugsa sér þarna betri eig­anda en þetta þaul­reynda norska fyr­ir­tæki.

Raf­orku­sala til smærri kaup­enda skiptir Lanads­virkjun litlu

Allir raf­orku­samn­ingar Lands­virkj­unar skipta máli. Það er þó svo að raf­orku­sala Lands­virkj­unar til þess sem kalla má smærri stórnot­end­ur, svo sem bein sala til til gagna­vera og kís­l­vers­ins í Helgu­vík (nú gjald­þrota), er sára­lít­ill hluti af við­skiptum eða tekjum orku­fyr­ir­tæk­is­ins. Í reynd eru það sem sagt bara stóru eggin fjögur (ál­verin og járn­blendi­verk­smiðja Elkem á Grund­ar­tanga) sem skipta Lands­virkjun veru­legu máli. Á öðrum sviðum er Lands­virkjun í harðri sam­keppni við smærri orku­fyr­ir­tækin og þá fyrst og fremst við ON (Orku­veitu Reykja­vík­ur) og HS Orku. Einnig selur Lands­virkjun þessum og öðrum íslenskum orku­fyr­ir­tækjum raf­magn í heild­sölu, þar sem Lands­virkjun ræður alfarið verð­inu. Fyr­ir­tækið er því í algerri lyk­il­stöðu á íslenska raf­orku­mark­aðn­um.

Til athug­un­ar: Í töfl­unni sem birt­ist með þess­ari grein má sjá hvaðan tekjur Lands­virkj­unar vegna raf­orku­sölu koma. Meiri og nákvæm­ari upp­lýs­ingar um þessi við­skipti eru í boði fyrir við­skipta­vini grein­ar­höf­und­ar.

Fleira áhugavert: