Guðjón Samúlesson – Var húsameistari ríkisins
Smella á mynd hér að ofan til að sjá brot úr öðrum þætti Steinsteypualdarinnar
Áratugur Guðjóns Samúelssonar
„Það má segja að þriðji áratugurinn sé áratugur Guðjóns Samúelssonar. Hann var ekki bara að teikna þetta hótel fyrir Alþingishátíðina, hann var líka að skipuleggja hátíðina sem slíka og öll mannvirki sem tengdust henni,“ segir Pétur Ármansson, arkitekt. Á sama tíma var Guðjón einnig að hanna Landsímahúsið, sem er hinum megin við Austurvöll og er keimlíkt Hótel Borg. „Þannig eflaust hefur hann séð fyrir sér samræmda umgjörð húsa í þessum stíl í kringum allt torgið.“
Landspítalinn er önnur stórbygging Guðjóns Samúelssonar frá þessum tíma, en hann var líka tekinn í notkun 1930, sem var ár mikilla framkvæmda og stórhugar. „Það má segja að þriðji áratugurinn sé hans blómatími sem arkitekt. Þá er hann í listrænu forystuhlutverki í íslenskri húsagerð. Eiginlega allir aðrir sem voru hér að teikna hús voru undir áhrifum af þessari steinsteypu-klassík sem hann átti mestan þátt í að innleiða.“
Hann hafði gríðarleg völd á þessum tíma og það hefur í raun enginn maður, fyrr eða síðar, komist í þessa aðstöðu. Hann kemur réttur maður á réttum tíma, og fær þetta mikilvæga embætti sem felur í raun í sér að hann teiknar allar byggingar sem byggðar eru fyrir fé úr ríkissjóði.“
Guðjón sat einnig í skipulagsnefnd ríkisins og réði þar af leiðandi meira og minna staðsetningum húsanna sem hann teiknaði. „Og í hjáverkum frá því að vera teikna allar þessar stóru, opinberu byggingar, er hann að skipuleggja meira og minna alla bæji landsins. Þar með talið Reykjavík,“ segir Pétur.
Smella á mynd hér að ofnan til að sjá umfjöllum um háborgina í Steinsteypuöldinni
Akrópólis íslenskrar menningar sem aldrei varð
Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, hafði háleitar hugmyndir um uppbyggingu á Skólavörðuholti fyrir um 100 árum síðan. Þar vildi hann að helstu menningarstofnanir landsins væru til húsa og þar myndi rísa einhverskonar háborg íslenskrar menningar.
Hugmyndin birtist fyrst árið 1924 í frétt í Morgunblaðinu, sem bar fyrirsögnina „Háborg íslenskrar menningar á Skólavörðuholti“, sem vakti talsverða athygli. „Í rauninni var þetta mjög skynsamleg og raunsæ hugmynd. Það þurfti að nema nýtt land fyrir þessar stofnanir og Reykjavík þurfti að taka á sig mynd sem höfuðborg. Flest allar þessar byggingar voru reistar næstu 10-20 árin á eftir. Þannig í rauninni var þessi hugmynd alls ekki eins mikil útópía og maður gæti ætlað.“
Árið 1930 ákvað borgarstjóri Reykjavíkur að bjóða ríkinu land á Melunum undir háskóla, þar sem lóðin sem honum var ætluð á Skólavörðuholti þótti of lítil. „Það má segja að það hafi verið banabiti háborgarinnar,“ segir Pétur.
Nokkrar aðrar byggingar Guðjóns Samúelssonar..
(smella á myndir til að stækka)