Athyglisvert er að sjá sveiflur í vatnsnotkun þegar landslið Íslands spilar á EM

Viðskiptablaðið

island fotbolti

Smella á myndir til að stækka

Meðan á landsleik Íslendinga og Portúgala stóð 14.júní voru talsverðar sveiflur í kaldavatnsnotkun landsmanna.

Rennslisaukning uppá 50 sekúndulítra

Samkvæmt mælingum hjá Veitum í Reykjavík sést að í aðdraganda leiksins dregur smátt og smátt úr vatnsnotkuninni og hún snarminnkar þegar flautað er til leiks.

Eftir mark Portúgala hálftíma eftir að leikur hófst kemur kippur í vatnsnotkunina sem þeir hjá Veitum segja að bendi til þess að þá hafi nokkur fjöldi fólks þurft að létta á sér.

Í hálfleik kom mikill kippur í notkunina og nam rennslisaukningin hátt í 50 sekúndulítrum, sem er heldur meiri gusa en sást á mælum eftir að Gréta Salóme lauk söng í Júróvision-keppninni í vor.

 

   vatnskotkun              vatn notkun

Fleira áhugavert: