Fjárfestar merg­sjúga leigu­taka..

Heimild:  mbl

 

Febrúar 2016

Það verður ekki alltaf þessi veisla í ferðaþjón­ust­unni

Olafur torfason

Ólafur Torfason

Ólaf­ur Torfa­son, stofn­andi Íslands­hót­ela, seg­ir him­in­há­ar leigu­kröf­ur hafa í för með sér að lítið megi út af bera hjá mörg­um ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­um í miðborg Reykja­vík­ur ef ekki eigi illa að fara. Þegar lægðin kem­ur í grein­inni muni mörg fyr­ir­tæk­in ekki þola mótvind­inn.

„Verðið er nú uppi í rjáfri. Það eru því miður nokk­ur dæmi þess að menn eru komn­ir upp í ský­in,“ seg­ir Ólaf­ur sem tel­ur að marg­ir fast­eigna­eig­end­ur í miðborg­inni setji fram óeðli­leg­ar kröf­ur um leigu­verð.

„Þetta er orðið svo þanið að ef það kem­ur ein­hver smá mótvind­ur er dæmið búið [hjá mörg­um ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­um]. Þeir eru að keyra upp leigu­verð og annað svo hátt að þeir eru orðnir firrt­ir í verðlagn­ingu í hús­næði. Því miður.

Það verður ekki alltaf þessi veisla í ferðaþjón­ust­unni. Menn geta gengið út frá því sem vísu að það mun ein­hvern tím­ann slá í bak­segl­in og að við verðum að taka á okk­ur mótvind. Það hlýt­ur að vera. Það hef­ur aldrei gerst nokk­urs staðar að þetta vari enda­laust.“

Jaðar­inn orðinn alltof dýr

Ólaf­ur er einn reynd­ast hót­elmaður lands­ins. Hann hóf rekst­ur­inn í byrj­un tí­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar og hef­ur því séð hæðir og lægðir í ferðaþjón­ust­unni.

Hann seg­ir að næst þegar grein­in upp­lifi mótvind muni það bitna fyrst á hót­el­um sem eru á jaðri miðborg­ar­inn­ar. „Það er farið að verðleggja jaðarrým­in eins og miðborg Reykja­vík­ur.“

Hafi hliðsjón af inn­komu

„Menn halda að ferðaþjón­ust­an geti borgað him­in­háa leigu. Jú, það get­ur vel verið að svo sé í augna­blik­inu. Það má hins veg­ar ekki mikið út af bera til að það skap­ist veru­leg vand­ræði. Menn ættu að gæta sín á að hafa leigu­samn­inga sína í þá veru að það fari aldrei meira en ákveðin pró­senta af inn­kom­unni í húsa­leig­una,“ seg­ir Ólaf­ur.

Máli sínu til stuðnings tek­ur hann dæmi af verðhug­mynd­um sem leigu­sal­ar kynntu full­trú­um Íslands­hót­ela ný­verið. Þar hafi leigu­sal­ar rætt um að húsa­leiga fyr­ir hvert hót­el­her­bergi yrði tvær og hálf millj­ón á ári, eða rúm­lega 200 þúsund á mánuði.

leiguverdMerg­sjúga leigu­taka

Raun­hæft er að miða við að þrjú hót­el­her­bergi þurfi 100 fer­metra af gólf­fleti og sam­svar­ar leig­an því að 100 fer­metra íbúð í um­ræddu hús­næði væri leigð á yfir 600 hundruð þúsund krón­ur á mánuði.

Ólaf­ur seg­ir fjár­festa, en ekki fólk í ferðaþjón­ustu, fá arðinn af slíkri verðlagn­ingu leigu­hús­næðis.

„Það fer dá­lítið í taug­arn­ar á mér þegar menn rjúka til og breyta öllu í hót­el og svo eru strák­arn­ir tekn­ir sem taka þetta á leigu og al­veg merg­sogn­ir. Merg­sogn­ir!“ seg­ir Ólaf­ur með áherslu.

„Þá sitja ein­hverj­ir gaur­ar feit­ir að þessu. Þetta eru menn sem ná í pen­inga og eign­ir en eiga ekk­ert skylt við sjálfa ferðaþjón­ust­una. Ég hef áhyggj­ur af þessu. Þessu er ungað út um allt. Þeim mun meiri verður vinn­an ef á móti blæs ein­hvern tím­ann, sem mun ger­ast. Það mun al­veg ör­ugg­lega gera það.“

Fleira áhugavert: