Neysluvatn, geisla­virkni – Undir 5 Bq/​l

Grein/Linkur:  Geisla­virkni mjög lít­il í neyslu­vatni

Höfundur:  Morgunblaðið

Heimild:  mbl

.

Geislavirkni neysluvatni

.

September 2015

Geisla­virkni mjög lít­il í neyslu­vatni

Styrk­ur nátt­úru­legra geisla­virkra efna í neyslu­vatni á Reykja­nesi er mjög lít­ill og langt und­ir þeim viðmiðum sem not­ast er við t.d. í Svíþjóð. Þetta kem­ur fram í svari Geislavarna til Heil­brigðis­eft­ir­lits Suður­nesja í dag, en eft­ir­litið hafði óskað eft­ir áliti Geislavarna á því hvort hætta sé á að neyslu­vatn úr vatns­bóli í grennd við Reykja­nes­virkj­un sé geisla­virkt um­fram það sem eðli­legt get­ur tal­ist.

Geislavarn­ir vitna til þess að á ár­un­um 2003-2004 hafi farið fram mæl­ing­ar á nátt­úru­leg­um geisla­virk­um efn­um (radon) í tug­um vatns­sýna víðsveg­ar af land­inu þar á meðal frá Vatns­veitu Reykja­ness. Mæl­ing­arn­ar, sem voru sam­starfs­verk­efni Há­skóla Íslands, Há­skól­ans á Ak­ur­eyri og Um­hverf­is­stofn­un­ar sýndu að mjög lítið er af nátt­úru­leg­um geisla­virk­um efn­um í vatni á Íslandi miðað við önn­ur lönd en það staf­ar af því að hve ung­ur og basaltrík­ur bergrunn­ur­inn hér er.

Styrk­ur radons mæld­ist nán­ast alltaf und­ir 5 Bq/​l og í  tveim­ur sýn­um sem tek­in voru úr vatns­bóli Suður­nesja­manna í Lág­um mæld­ist styrk­ur radons 0.5 og 0.7 Bq/​l.

Starfs­menn Íslenskra orku­rann­sókna tóku vatns­sýni þann 22. sept­em­ber á nokkr­um stöðum, meðal ann­ars úr vatns­bóli Suður­nesja­manna. í Lág­um og ferskvatns­holu aust­an und­ir Sýr­felli, þaðan sem neyslu­vatn Reykja­nes­virkj­un­ar er tekið.

Styrk­ur nátt­úru­legra geisla­virkra efna (radon) var mæld­ur í sýn­un­um. Þetta var gert að beiðni HS Orku. Styrk­ur radons mæld­ist mjög lítll.  Í grunn­vatni úr vatns­bóli í Lág­um mæld­ist styrk­ur radons um 0.1 Bq/​l og úr neyslu­vatns­holu Reykja­nes­virkj­un­ar um 0.2 Bq/​l.

Heil­brigðis­eft­ir­lit Suðunesja óskaði þann 22. sept­em­ber álits Geislavarna rík­is­ins á því hvort hætta sé á að neyslu­vatn úr vatns­bóli í grennd við Reykja­nes­virkj­un sé geisla­virkt um­fram það sem eðli­legt get­ur tal­ist.

Til sam­an­b­urðar má geta þess að al­geng­ur styrk­ur radons í grunn­vatni í Svíþjóð er 10 – 300 Bq/​l en það staf­ar af því hve gam­all og granítrík­ur bergrunn­ur­inn þar er. Viðmið í Svíþjóð eru 100 Bq/​l fyr­ir op­in­ber­ar vatns­veit­ur og 1000 Bq/​l fyr­ir einka­vatns­veit­ur.

Í svari Geislavarna seg­ir að með vís­an til of­an­skráðs þá sé það mat stofn­un­ar­inn­ar að neyslu­vatn úr vatns­bóli Suður­nesja­manna í Lág­um og úr vatns­bóli aust­an und­ir Sýr­felli inni­haldi mjög lítið af nátt­úru­leg­um geisla­virk­um efn­um og ekki um­fram það sem eðli­legt get­ur tal­ist.

Fleira áhugavert: