Kæling, byggingar – Kæling byggingarhluta

Heimild: LAFI1

.

Febrúar 2013

Sveinn Áki Sverrisson

Sveinn Áki Sverrisson

Vegna hitamyndunar frá ljósum, tölvum, tækjum og fólki innanhúss í skrifstofubyggingum þarf að kæla inniloft með einum eða öðrum hætti. Á Íslandi er oft fyrsta val á kerfum loftræsikerfi með kæliröftum eða staðbundnir kæliblásarar.

kaliloftOf miklar lofthreyfingar í vinnurýmum valda trekk sem er víða vandamál í byggingum. Að nota byggingarhluta sem hluti af hitakerfi eins og gólfhiti er mjög þekkt lausn hér á landi og hefur reynst vel. Hitun fer fram með geislun og lofthreyfingu með mjög litlum lofthraða.

Á sama hátt og gólf eru hituð til að fá varma til að streyma inn í rými þegar hiti gólfs er orðinn hærri en æskilegur innihiti er hægt að snú dæminu við og kæla bygg-ingarhlutann það mikið að hiti frá rýminu fer að streyma inn í byggingarhlutann.

holploturKæling getur átt sér stað með vatni eða lofti. Oftast er loftplata kæld enda hentar það manninum að loft séu köld og gólf heit. Varmaflutningur á sér stað að mestu leiti með geislun. Til að tryggja ferskloft má sameina kælingu og loftinnblástur (mynd 1) eða vera með sér kerfi sem annar ferskloftsþörf með innblásnu lofti niður við gólf (lághraðakerfi).

Þegar öll kæling er tekin með slíkum kerfum er hætta á trekk í lágmarki vegna mun minna loftmagns sem blásið er inn í rýmin. Með þessum kerfum eru settar miklar kröfur á samvinnu hönnuða og eiganda um útfærslur og sameiginlegs skilnings á virkni kerfisins. Rannsóknir sýna að þessi kerfi eru vistvæn og orkusparandi.

Fleira áhugavert: