Kæli­búnaður ofurtölvu Veður­stof­unn­ar bilaði – Stillingaratriði og varaleið kælikerfis óvirk

mbl

vedurstofan

Enga skemmd­ir urðu á vél­búnaði Veður­stof­unn­ar þegar al­var­leg bil­un varð í kæli­búnaði tölvu­kerfa henn­ar í gær. Haf­dís Karls­dótt­ir, starf­andi for­stjóri, seg­ir or­sök bil­un­ar­inn­ar still­ing­ar­atriði sem hafi þurft að lag­færa. Vanda­málið muni ekki koma upp aft­ur og byrjað sé að und­ir­búa vara­leið.

Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins var kallað til á Veður­stof­una í gær­dag þegar vart varð við bil­un í kæli­búnaðinum. Keyra þurfti niður of­ur­tölvu dönsku veður­stof­unn­ar og hluta tölvu­kerf­is Veður­stof­unn­ar á meðan slökkviliðsmenn dældu köldu lofti inn í tölvu­sal­inn.

„Það er búið að finna út úr því hvað þetta var og þetta mun ekki ger­ast aft­ur. Það var still­ing­ar­atriði í kæli­búnaðinum sem þurfti að lag­færa,“ seg­ir Haf­dís.

Það hafi komið í ljós þegar farið var yfir villu­boðin sem bár­ust frá búnaðinum. Starfs­menn Veður­stof­unn­ar munu senda dönsku veður­stof­unni skýrslu um at­vikið fyr­ir lok dags í dag.

 

Gera klárt til að virkja vara­leið

Haf­dís seg­ir mik­inn lær­dóm fylgja uppá­kom­unni sem hún lík­ir við eld­fjallaæf­ingu. Búnaður­inn sé mik­ill og flók­inn og hann sé raun­veru­leg að slíta barns­skón­um.

„Það að það komi eitt­hvað upp það er ekk­ert óeðli­legt en við erum af­skap­lega feg­in að þetta fór allt sam­an vel. Alltaf þegar ein­hver at­b­urður á sér stað sem hef­ur svona mik­il áhrif þá er farið í það að greina það sem gerðist, hvað við get­um lært af því og hvað má bet­ur fara ef eitt­hvað svona ger­ist aft­ur,“ seg­ir hún.

Veður­stof­an hef­ur beðið eft­ir því að vara­leið fyr­ir kæl­ingu tölvu­kerf­is­ins kom­ist í gagnið. Til þess þarf stærri vatns­lögn en til að koma henni við þarf að taka vatn af hverf­inu. Haf­dís seg­ir að starfs­menn frá Veit­um hafi mætt í morg­un til að gera klárt fyr­ir það svo hægt verði að virkja vara­leiðina.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: