Gufustrók­ar og an­tilóp­ur við gátt hel­vít­is – Þjóðgarðurinn „Hell’s Gate“ Kenía

Heimild:  mbl

 

hells gate

Sebra­hest­ar og an­tilóp­ur á beit. Í bak­grunni rísa gufustrók­ar við gátt­ina að hel­víti. Svo er um­horfs í Ken­ía eft­ir mikla upp­bygg­ingu jarðhita­virkj­ana þar í landi, einkum í þjóðgarðinum Hell’s Gate.

Ríf­lega þriðjung­ur íbúa lands­ins, sem sam­tals eru um um 45 millj­ón­ir, búa ekki við raf­magn. Þá verður raf­magns­laust víða með reglu­legu milli­bili, jafn­vel í höfuðborg­inni Naíróbí.

En Miklu­gjár­dal­ur­inn, þar sem heims­álf­an er smám sam­an að klofna í sund­ur, geng­ur þvert í gegn­um Ken­ía. Gef­ur hann Ken­íu­mönn­um tæki­færi sem mörg­um ná­grönn­um þeirra býðst ekki, að vinna raf­magn úr hita jarðar­inn­ar.

kenia

Smella á myndir til að stækka

Íslensk fyr­ir­tæki hafa mörg haslað sér völl í Ken­ía og frætt heima­menn um þær aðferðir sem notaðar hafa verið hér á landi. Green Energy Group, ís­lensk-norskt orku­fyr­ir­tæki, hlaut til að mynda verðlaun Bloom­berg frétta­stof­unn­ar sem frum­kvöðull árs­ins 2014 á sviði nýorku. Þá hafði fyr­ir­tækið reist fimm litl­ar jarðvarma­virkj­an­ir í Ken­ía.

Þá gerðu EFLA verk­fræðistofa og Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un Íslands sér­stak­an sam­starfs­samn­ing í fe­brú­ar­mánuði um verk­efni tengd jarðhita í Ken­ía. Verk­efnið er einn þátt­ur í áætl­un ÞSSÍ um þróun jarðhita og upp­bygg­ingu þekk­ing­ar á sviði jarðhita­nýt­ing­ar í Aust­ur-Afr­íku. Verk­efnið er fjár­magnað í sam­ein­ingu af ÞSSÍ og Nor­ræna Þró­un­ar­sjóðnum (NDF).

Fleira áhugavert: