Álftanes – Borað, jarðhitaleit

Grein/Linkur:  Leit að jarðhita hefst á Álftanesi

Höfundur: Sigtryggur Sigtryggsson Mbl

Heimild: 

.

Mynd – Google.com 19.03.2024

.

Febrúar 2024

Leit að jarðhita hefst á Álftanesi

Veit­ur munu hefja jarðhita­leit á Álfta­nesi í næstu viku. Boraðar verða níu rann­sókn­ar­hol­ur.

Vís­bend­ing­ar eru um að á Álfta­nesi sé að finna jarðhita nýt­an­leg­an til hús­hit­un­ar og vilja Veit­ur kanna það nán­ar.

Bor­un hverr­ar holu tek­ur að jafnaði einn til þrjá daga og leit­ast verður við að halda ónæði í lág­marki og tryggja ör­yggi, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á heimasíðu fyr­ir­tæk­is­ins.

Þetta eru grann­ar hol­ur sem ná niður á 60 til 100 metra dýpi. Þær eru boraðar með létt­um bor­tækj­um á belt­um, svo að ekki er þörf á vega­gerð eða sér­stök­um bor­plön­um.

Ein­ung­is er um rann­sókn­ir að ræða á þessu stigi máls­ins og niður­stöður þeirra ráða mestu um fram­haldið og hvenær það yrði.

Verk­efnið er unnið í sam­ráði við land­eig­end­ur á svæðinu, að því er fram kem­ur á heimasíðu Veitna. Á heimasíðunni má sjá kort með staðsetn­ingu bor­hol­anna.

Sam­kvæmt kort­inu stend­ur ekki til að leita jarðhita í ná­grenni for­seta­set­urs­ins á Bessa­stöðum.

Veit­ur reka hita­veitu sem þjón­ar stærst­um hluta höfuðborg­ar­svæðis­ins. Eft­ir­spurn eft­ir heitu vatni eykst stöðugt í takt við fjölg­un íbúa og aukn­ingu íbúðar- og at­vinnu­hús­næðis. Heita vatnið kem­ur í dag frá jarðvarma­virkj­un­um ON á Hell­is­heiði og Nesja­völl­um og fjór­um lág­hita­svæðum inn­an höfuðborg­ar­svæðis­ins.

„Við leit­um nú að viðbót­ar lág­hita­auðlind­um á svæðinu til að auka afl­getu hita­veit­unn­ar og bæta rekstr­arör­yggi henn­ar,“ segja Veit­ur.

Fleira áhugavert: