Jarðhiti gegn hlýn­un loft­lags

mbl

Gunnar Bragi Sveinsson

Gunnar Bragi Sveinsson

Til­kynnt var um stofn­un alþjóðlegs sam­stöðuhóps um nýt­ingu jarðhita (Global Geot­hermal Alli­ance) á fundi í tengsl­um við ríkjaráðstefnu loft­lags­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna í Par­ís, höfuðborg Frakk­lands, og hélt Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra opn­un­ar­ávarp á hon­um. Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu að á fjórða tug ríkja og stofn­ana eigi sæti í hópn­um.

Gunn­ar Bragi sagði í ræðu sinni að alþjóðasam­fé­lagið yrði að ná sam­an um metnaðarfull mark­mið í loft­lags­mál­um. Mik­il­vægt væri í því sam­hengi að nýta þá mögu­leika sem jarðhit­inn, sem orku­auðlind, veit­ir víða um heim. „Fagnaði Gunn­ar Bragi þeim mikla áhuga sem sam­stöðuhóp­ur­inn hef­ur vakið, en á meðal stofn­enda með Íslandi eru Frakk­land, Banda­rík­in, Ítal­ía og Nýja Sjá­land, fjöl­mörg þró­un­ar­ríki og fjölþjóðleg­ar stofn­an­ir og aðilar á borð við Alþjóðabank­ann, Afr­ík­u­sam­bandið og svæðabundna þró­un­ar­banka. Orku­stofn­un, Íslensk­ar orku­rann­sókn­ir – ÍSOR og Jarðhita­skóli há­skóla SÞ eru enn­frem­ur stofnaðilar.“

Ráðherr­ann fjallaði í ræðunni um reynslu Íslend­inga af nýt­ingu jarðhita og mik­il­vægi hans í að draga úr notk­un jarðefniseldsneyt­is á Íslandi und­an­farna þrjá ára­tugi. „Þá und­ir­strikaði hann mik­il­vægi þess að auka mennt­un og þekk­ingu í jarðhita á meðal sér­fræðinga frá þró­un­ar­lönd­um með starf­semi Jarðhita­skóla há­skóla Sam­einuðu þjóðanna frá ár­inu 1978.“ Ísland hef­ur verið í far­ar­broddi ríkja um stofn­un sam­stöðuhóps­ins en alþjóðleg sam­tök um end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa, IRENA, hafa leitt vinn­una og munu vista sam­starfs­vett­vang­inn, sem verður í Abu Dhabi. Með sam­starfs­hópn­um er ætlað að búa til vett­vang ríkja, stofn­ana og fyr­ir­tækja sem vinna að auk­inni nýt­ingu jarðhita á heimsvísu.

„Mark­mið sam­starfs­ins er að auka hlut­deild jarðhita í orku­bú­skap heims­ins, að fimm­falda raf­orku­fram­leiðslu fyr­ir 2030 og tvö­falda jarðhita til hús­hit­un­ar á sama tíma. Þá er sam­starfs­vett­vang­ur­inn liður í að styðja við frum­kvæði fram­kvæmda­stjóra SÞ um að auka hlut­fall sjálf­bærr­ar orku um meira en helm­ing fram til árs­ins 2030 (Sustaina­ble Energy for All by 2030),“ seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ing­unni.

 

Heimild: Mbl

 

Fleira áhugavert: