Orkuveita Reykjavíkur kaupir rafmagns- og vatnsmæla af Frumherja

Rúv

hitaveitumælar

Mynd af vef Norðurorku hf

Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hafa keypt rafmagns- og vatnsmæla af Frumherja sem hefur átt og haldið utan um mæla í dreifikerfi Orkuveitu Reykajvíkur frá árinu 2001. Veitur borga 1,6 milljarða króna fyrir 150 þúsund mæla, það eru 94 þúsund rafmagnsmælar og 58 þúsund vatnsmælar.

Frumherji keypti þáverandi mæla OR fyrir 259 milljónir króna í mars 2001, það er andvirði 549 milljóna króna miðað við verðlag í ágúst. Mælarnir sem Frumherji keypti af OR þá eru þó aðeins hluti þeirra mæla sem Veitur kaupa nú. Það er vegna þess að síðan þá hefur þjónustusvæði OR breiðst út til fjölda sveitarfélaga á suðvesturhorninu auk þess sem mælum hefur fjölgað með nýbyggingum á þjónustusvæði fyrirtækisins.

Samkvæmt upplýsingum frá OR greiddi fyrirtækið Frumherja 395 milljónir króna fyrir leigu og rekstur mælanna í fyrra.

OR ákvað að bjóða mælana og umsjón með þeim út árið 2001. Samið var við Frumherja um að fyrirtækið veitti þjónustuna í fimm ár og fengi fyrir það greiddar 910 milljónir króna. Samið var við Frumherja á ný eftir annað útboð árið 2007 en þegar sá samningur rann út í fyrra ákvað OR að taka sjálf við mælunum. Sú ákvörðun er meðal annars skýrð með því að mælarnir séu hluti af dreifikerfinu og þar með kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Þá hafi ör tækniþróun orðið til þess að fyrirtækið þurfi að stýra uppbyggingu og þróun mælibúnaðar án milliliða.

Mynd með færslu

Mynd: Anton Brink – Ruv.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimild: RÚV

Fleira áhugavert: