Forseti Bandaríkjana vill end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa

mbl

Barack Obama

Barack Obama ávarp­ar árs­fund um hreina orku sem hald­inn var í átt­unda skipti í Nevada í gær. AFP

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, hóf her­ferð fyr­ir end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa og gegn lofts­lags­breyt­ing­um í Nevada í gær og kynnti nýja hvata til að stuðla að upp­bygg­ingu grænn­ar orku. Banda­ríkja­mönn­um verður til dæm­is auðveldað að koma upp sólarraf­hlöðum á þökum húsa sinna.

For­set­inn ætl­ar einnig að heim­sækja New Or­le­ans og nyrsta hluta Alaska í þess­um mánuði á ferðalagi sín­um sem ætlað er að vekja at­hygli á lofts­lags­breyt­ing­um og styðja upp­bygg­ingu hreinna orku­gjafa. Til­kynnti hann meðal ann­ars í gær að hús­eig­end­um verði auðveldað aðgengi að láns­fé til þess að fjár­magna breyt­ing­ar á hús­um sín­um til að gera þau spar­neytn­ari á orku eða koma fyr­ir sólarraf­hlöðum. Lán­in geta þeir greitt til baka á löng­um tíma með fast­eigna­skött­um sín­um.

„Hin raun­veru­lega bylt­ing sem á sér stað hérna er að fólk er að byrja að gera sér grein fyr­ir að það get­ur haft meiri stjórn á eig­in orku­notk­un,“ sagði Obama á ársþingi um hreina orku í Las Vegas en upp­bygg­ing í sól­ar­orku hef­ur verið sér­stak­lega hröð í Nevada.

Í heim­sókn­um sín­um til New Or­le­ans, þegar tíu ár eru liðin frá því að felli­byl­ur­inn Katr­ina gekk yfir borg­ina, og Norður-Alaska er bú­ist við því að Obama leggi meiri áherslu á þau áhrif sem lofts­lags­breyt­ing­ar hafa haft á svæðin. Alaska norðan heim­skauts­baug­ar er eitt þeirra svæða jarðar sem verða fyr­ir mestri hlýn­un um þess­ar mund­ir. Obama verður fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna til þess að heim­sækja svæðið op­in­ber­lega.

Heimild: mbl

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *