Olíuframleiðsla – Sádí Arabía, USA, sagan 2008

Grein/Linkur: Þúsund og ein nótt

Höfundur: Ketill Sigurjónsson

Heimild: Orkubloggið

.

.

Þúsund og ein nótt

BushkissEnn á ný fer Bush til Arabíu til að kyssa góðan vin. Sem heitir Abdúlla. Og biðja hann um að auka olíuframleiðsluna.

En risastóra spurningin er; getur Abdullah bin Abdul Aziz Al Saud og Saudi Arabía yfirleitt aukið framleiðsluna svo einhverju nemi? Þó svo olían sé vissulega fyrir hendi þar í jörðu, er þægilegt að bara casha-inn á núverandi framleiðslumagni. Þar að auki er OPEC nýbúið að setja sér framleiðslumarkmið til næstu ára og fara varla að hlaupa frá þeim sisvona.

NYT_OIL_GRAPHIC

NYT_OIL_GRAPHIC

Athyglisvert er að skoða þróun olíuframleiðslunnar síðustu árin. Í reynd hafa OPEC ríkin hægt og bítandi verið að auka framleiðsluna, allt frá miðjum 9. áratugnum. Margir álíta að í reynd sé framleiðslugeta OPEC ríkjanna nú þegar mjög nærri hámarki. Og að það vanti líka stærri og fleiri olíuhreinsunarstöðvar. Því sé ólíklegt að umtalsverð aukning verði á ólíuframboði.

bush_handsEn samt er aldrei að vita. Kannski bæði vill hann og getur. A.m.k. ætti Abdúlla að vera í þakkarskuld við Bush, fyrir að tryggja hann sem valdamesta manninn í olíuiðnaðinum. Írak er úr leik sem stórveldi í Mið-Austurlöndum. bush_handsOg flest bendir til þess að Bandaríkin ætli líka að kæfa Íran. Þegar það gerist verður gaman að hafa keypt slatta af futures í olíu! Kannski ætti fjármálaráðherrann okkar blessaður að spá í það? Hressa upp á ríkiskassann.

En Guð hjálpi almenningi í Íran og vinum mínum í Teheran. Held reyndar að Persar séu eitthvert alúðlegasta og ágætasta fólk sem ég hef kynnst. Auðvitað undanskil ég Ahmadinejad og klíkuna hans, sem heldur þjóðinni í heljargreipum. En það er önnur saga.

Fleira áhugavert: