Olíuframleiðsla – Sádí Arabía, USA, sagan 2008
Grein/Linkur: Þúsund og ein nótt
Höfundur: Ketill Sigurjónsson
.
.
Maí 2008
Þúsund og ein nótt
Enn á ný fer Bush til Arabíu til að kyssa góðan vin. Sem heitir Abdúlla. Og biðja hann um að auka olíuframleiðsluna.
En risastóra spurningin er; getur Abdullah bin Abdul Aziz Al Saud og Saudi Arabía yfirleitt aukið framleiðsluna svo einhverju nemi? Þó svo olían sé vissulega fyrir hendi þar í jörðu, er þægilegt að bara casha-inn á núverandi framleiðslumagni. Þar að auki er OPEC nýbúið að setja sér framleiðslumarkmið til næstu ára og fara varla að hlaupa frá þeim sisvona.
Athyglisvert er að skoða þróun olíuframleiðslunnar síðustu árin. Í reynd hafa OPEC ríkin hægt og bítandi verið að auka framleiðsluna, allt frá miðjum 9. áratugnum. Margir álíta að í reynd sé framleiðslugeta OPEC ríkjanna nú þegar mjög nærri hámarki. Og að það vanti líka stærri og fleiri olíuhreinsunarstöðvar. Því sé ólíklegt að umtalsverð aukning verði á ólíuframboði.
En Guð hjálpi almenningi í Íran og vinum mínum í Teheran. Held reyndar að Persar séu eitthvert alúðlegasta og ágætasta fólk sem ég hef kynnst. Auðvitað undanskil ég Ahmadinejad og klíkuna hans, sem heldur þjóðinni í heljargreipum. En það er önnur saga.