Íþróttamiðstöð Fram – 4 Milljarðar, myndir/útboð
.
Október 2019
Mikil tímamót verða hjá Frömurum og íbúum í Úlfarsárdal, framkvæmdir hefjast við nýja íþróttamiðstöð Fram. Stefnt er að því að byggingaframkvæmdum ljúki sumarið 2022.
Þá flytur Fram, þetta 111 ára gamla félag, alla sína starfsemi í Úlfarsárdal og Víkingur tekur við mannvirkjunum í Safamýri.
Um er að ræða fullnaðarbyggingu íþróttamannvirkis og knattspyrnuleikvangs ásamt stúku við íþróttavelli. Einnig tengibyggingu við núverandi mannvirki, útitorg og lóð.
Heildarstærð íþróttamiðstöðvarinnar er 7.351 fermetri. Byggingin verður þrjár hæðir, þar af verða 5.672 fermetrar á 1. hæð.