Kenía – Nakuru stíflan brast

Heimild: 

 

Maí 2018

Óttast er um ástand tveggja stíflna til viðbótar.

Ótt­ast er um ástand tveggja stíflna til viðbót­ar. AFP

Stífla brast í Ken­ía í kjöl­far mik­illa rign­inga með þeim af­leiðing­um að tutt­ugu manns hið minnsta létu lífið. Eyðilegg­ing­in var mik­il og fleiri en 2.000 íbú­ar eru sagðir hafa misst heim­ili sín.

Talið er að fjöldi lát­inna gæti hækkað, en íbú­ar segja að margra sé enn saknað. Hörm­ung­arn­ar áttu sér stað í Nak­uru-sýslu, nærri bæn­um Solai, sem er um 190 kíló­metra norðvest­ur af höfuðborg­inni Naíróbí. Rauði kross­inn í Ken­ía seg­ist hafa fært um 40 manns á spít­ala.

Vitni segj­ast hafa heyrt háan hvell áður en stífl­an brast og vatnið flæddi yfir ræktað svæði, þar sem marg­ir búa og starfa, en stífl­an var í eigu stór­bónda á svæðinu. Ótt­ast er um ástand tveggja annarra stíflna á svæðinu, sem eru í eigu sama bónda.

Mikið hef­ur rignt í Ken­ía und­an­farna tvo mánuði og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá yf­ir­völd­um má rekja 152 dauðsföll beint til vatns­veðurs­ins. Þá hafa 220.000 manns misst heim­ili sitt vegna rign­inga og flóða.

Fleira áhugavert: