Grein/Linkur: Vatnið er okkar dýrmætasta auðlind
Höfundur: Snæbjörn R Rafnsson
.
Ágúst 2015
Vatnið er okkar dýrmætasta auðlind
Vefsíðan Vatnsiðnaður er þróunarvinna sem varð til út frá upplýsingarsöfnun um málefni tengd vatnsiðnaði. Vefsíðunni er ætlað að miðla þessum upplýsingum ásamt öðrum heimildum, sem bæði varðar íslenskan og erlendan vatnsiðnað, í skipulagðan og aðgengilegum gagnagrunn. Markmiðið með þessari upplýsingasöfnun er að varðveita þekkingu og sögu vatnsiðnaðarins. Tilgangur vefsíðunnar er m.ö.o. að koma á framfæri upplýsingum, þekkingu og sögu vatnsiðnaðarins í opnum og aðgengilegum gagnagrunn með vísun á heimildir og höfunda til frekari fróðleiks og kynningar.
Upphaflega hófst þessi vinna sem utanumhald til margra ára á skrám á pappírsformi sem smám saman hlóð utan á sig og þróaðist yfir í skönnuð pappírsgögn á „digital“ formi. Í framhaldi var svo leitað eftir gögnum á veraldarvefnum sem ættu heima í skránni. Þarna kom í ljós að slíkur gagnagrunnur yrði að verða á mjög skipulögðu og aðgengilegu „exelforriti“, þar sem auðvelt væri að leita í eftir upplýsingum, enda var gagnagrunnurinn orðinn það umfangsmikill. Eftir að hafa stuðst við gagnagrunninn í ráðgjöf tengt vatnsiðnaðinum, kveiknaði sú hugmynd að þetta gæti verið gangnlegt ef grunnurinn væri aðgengilegur á veraldarvefnum. Það hentar ágætlega þar sem slíkt efni er í stöðugri endurnýjun og uppfærslu.
Gagnagrunnurinn er unninn upp úr rituðum heimildum, vísað er í heimildir og höfundum gert skil, þeim og öðrum til gagns. Upplýsingar eru mis áreiðanlegar, og því kann sumt í gagnagrunninum að vera rangt, en vefurinn er gagnvirkur og er því hægt að senda athugasemdir sem svo hægt er að leiðrétta ef svo ber undir. Sögu vatnsiðnaðar er hvergi nærri lokið og eru því nýjar upplýsingar og þekking daglega í mótun. Allar ábendingar er varða vefsíðu vatnsiðnaðar eru vel þegnar enda er verkefnið í þróun.
Allt ritað efni í gagnagrunninum er með vísun í heimildamenn en uppbygging og hugmyndin að heimsíðunni Vatnsiðnaður.net er háð höfundarétti. Birtingarmynd og hugmyndafræði heimasíðunnar á öðrum vettvangi er því bönnuð án leyfis.
Snæbjörn R Rafnsson