Síðan heldur utan um aðalverktaka. Segja má að aðalverktakar séu límið og þungamiðjan í framkvæmdahlið verkefna. Aðalverktakar leiða saman verk- og hugsjónarsmiði, þ.e.a.s. arkitekta, verkfræðinga og verktaka, svo úr verði þau mannvirki sem verkkaupar vilja sjá. Íslendingar eiga glæsileg mannvirki sem tengjast Vatnsiðnaði með beinum eða óbeinum hætti, mannvirkin hafa verið byggð af öflugum verktakafyrirtækjum. Innan raða þessara fyrirtækja er gjarnan breiður og öflugur hópur mannauðs, úr öllum hillum mannvirkjagerðar, hönnunar-, verkfræði- og iðnþekking.
Ef það vantar fyrirtæki, “logo” eða tengingar, þá hefur vatnsiðnaður ekki frekari upplýsingar, velkomið er að bæta við skráningu.