Ný raf­hlaða gæti valdið bylt­ingu í orkumálum

veggurinn

solarorka vindorka

Ný tegund rafhlaða gæti valdið byltingu í orkumálum. Um er að ræða uppfinningu vísindamanna við MIT-háskólann en til stendur að opna rannsókarstofu hjá Háskólanum í Reykjavík þar sem gera mætti tilraunir með rafefnafræði málma við hátt hitastig, líkt og nýju rafhlöðurnar byggja á. HR hefur undanfarið, með stuðningi Samfélagssjóðs Alcoa, staðið fyrir röð málstofa um efnisverkfræði. Verður sú næsta haldinn 11. maí, og umfjöllunarefnið þar áskoranir í efnisfræði við nýtingu jarðhitaorku.

Það var Donald Sadoway prófessor við MIT sem hugkvæmdist að nota mætti málma í fljótandi formi til að búa til ódýrari, kröftugri og endingarbetri rafhlöður en áður hafa þekkst. Mesta hindrunin í notkun endurnýjanlegra orkugjafa á borð við vindorku og sólarorku er að raforkan er framleidd þegar sólin skín og vindurinn blæs, en þá er ekki endilega þörf fyrir orkuna.

Fræðimennirnir við MIT hafa sett fyrirtækið Ambri á laggirnar til að halda utan um þróun og smíði rafhlaðanna. Verkefnið hefur vakið mikla athygli fjárfesta sem lagt hafa tugi milljóna dala í Ambri og tilraunir gengið vel.

Hægt er að ímynda sér að svona rafhlöður geti t.d. gegnt hlutverki varaaflstöðva í orkufrekum iðnaði. En mest verða notin á þeim svæðum þar sem raforkuframleiðsla reiðir sig á sveiflukennda endurnýjanlega orkugjafa eins og sólarorku og vindorku.

 

Heimild: Veggurinn

Fleira áhugavert: