Geislahitun – Getur hún haft slæm áhrif á heilsuna?

Heimild:  mbl

 

Desember 2003

Magnús Jóhannsson

Magnús Jóhannsson Læknir

Í húsum í okkar heimshluta er aðallega um þrenns kona upphitun að ræða, ofna, lofthitun og geislahitun. Allir þekkja ofna sem eru algengasta tegund húsahitunar og sum hús eru hituð með heitu lofti sem leitt er í stokkum um húsið og blásið inn í hvert herbergi. Kostur við lofthitun er að í löndum þar sem mjög heitt verður á sumrin er hægt að nota kerfið til að blása köldu lofti og fá þannig kælingu.

geislahitun aRaunar hafa öll þessi kerfi sína kosti og galla. Geislahitun er það kallað þegar húshitun byggist á því að loft eða gólf eru hituð með heitu vatni eða rafmagni og hitinn berst um herbergin, a.m.k. að hluta til, með hitageislun. Stundum er notuð blanda þessara hitakerfa t.d. ofnar og geislahitun í sama herbergi eða ofnar í sumum herbergjum og geislahiti í öðrum. Geislahitun var talsvert notuð hér á landi á árunum 1950 til 1965 og var þá oftast lögð í loftin. Stundum reyndist erfitt að fá jafnan hita í herbergin og ýmsar sögur gengu um óhollustu af þessu hitakerfi svo sem þurrt loft.
Á síðari árum hafa vinsældir geislahitunar aftur farið hratt vaxandi og mikill fjöldi nýrra og nýlegra húsa eru hituð með geislahitun. Einn kostur slíkra hitakerfa er að auðvelt er að nota vatn sem er aðeins 40-50 gráða heitt. Nú eru það oftast gólfin sem eru hituð og það er venjulega gert með plaströrum sem hlykkjast um eins og flestir hafa séð í snjóbræðslukerfum. Mikil framþróun hefur orðið í geislahitun, það er hægt að stilla hitann í hverju herbergi fyrir sig og þess er vandlega gætt að hitastigið á yfirborði gólfsins verði ekki of hátt því að þá fara sumir að finna fyrir óþægindum.

geislahitun cHelstu kostir við geislahitun eru að hiti er góður og jafn, enginn gólfkuldi og engir ofnar sem taka pláss oggolfhiti safna í sig ryki. Einnig hefur komið í ljós að minna af ryki er í andrúmsloftinu í húsnæði sem hitað er með geislahitun samanborið við hitun með ofnum. Af göllum má helst nefna að ef óhóflega er kynt eða ef fólk stendur langtímum saman við vinnu geta þeir viðkvæmustu orðið þrútnir á fótum. Vaxandi vinsældir geislahitunar eru vegna þess að mörgum finnast kostirnir mun fleiri en gallarnir. Ef litið er eingöngu á heilsufar og vellíðan eru helstu kostir geislahitunar í gólfi að hún gefur þægilegan gólf- og innihita og minna ryk í lofti en aðrar tegundir hitunar.
Gallar eru hugsanlega þurrt loft í gömlu kerfunum vegna mishitunar en það á ekki við um nútíma geislahitun. Þurrt loft er vandamál í mörgum húsum, óháð hitunaraðferð, og gildir það bæði um íbúðarhúsnæði og annað húsnæði þar sem fólk dvelur og starfar. Rakastig í húsum ætti ekki að vera undir 40% og ekki er heppilegt að það sé yfir 60% en auðvelt er að fylgjast með þessu með því að útvega rakamæli. Ef loft er of þurrt veldur það þurrki á slímhúðum í öndunarfærum sem þá verða viðkvæmar fyrir sýkingum. Ýmsum ráðum má beita til að auka rakann þegar loftið er of þurrt en áhrifamest er að nota sérstök rakatæki.

 

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: