Haga­vatns­virkj­un – 9,9 MW vatnsaflsvirkjun

Grein/Linkur: 9,9 MW vatnsaflsvirkjun í undirbúningi

Höfundur: Ómar Friðriksson

Heimild: 

.

Hagavatn Gert er ráð fyrir að vatnsborðið geti orðið allt að 23 km². Stækkun vatnsins er talin hafa jákvæð áhrif á uppfok svifryks til skamms tíma. Ljósmynd/Umhverfismatsskýrsla COWI

.

Febrúar 2025

9,9 MW vatnsaflsvirkjun í undirbúningi

Haga­vatns­virkj­un ehf. áform­ar að reisa 9,9 MW vatns­afls­virkj­un við Haga­vatn, sunn­an Lang­jök­uls í Blá­skóga­byggð. Unnið er að frum­hönn­un virkj­un­ar­inn­ar sem hlotið hef­ur heitið Haga­vatns­virkj­un og hef­ur fé­lagið nú lagt fram um­hverf­is­mats­skýrslu vegna mats á um­hverf­isáhrif­um virkj­un­ar­inn­ar í skipu­lags­gátt.

Áhugi hef­ur verið á því um ára­bil að virkja við Haga­vatn en greint var frá því í Morg­un­blaðinu á ár­inu 2019 að ákveðið hefði verið að stefna að bygg­ingu 9,9 MW virkj­un­ar í stað 18 MW virkj­un­ar sem áður var áformað. Hef­ur það verið tal­inn um­hverf­i­s­vænni kost­ur.

„Með end­ur­heimt Haga­vatns er von­ast til að gróðurþekja auk­ist og að svifryks­meng­un minnki með bætt­um lífs­gæðum á svæðinu og í byggð, einkum í upp­sveit­um Árnes­sýslu. Til­gang­ur­inn með virkj­un Haga­vatns er að samþætta þenn­an vænta um­hverf­is­lega ávinn­ing af stækk­un vatns­ins og þau verðmæti sem skap­ast með virkj­un falls­ins úr vatn­inu,“ seg­ir í um­hverf­is­mats­skýrslu sem COWI vann fyr­ir Haga­vatns­virkj­un ehf.

Við ræt­ur Lang­jök­uls 

Haga­vatn er 4-5 fer­kíló­metra stöðuvatn við ræt­ur Lang­jök­uls. Eft­ir hlaup úr Haga­vatni árið 1939 minnkaði vatnið úr um 23 í 4 fer­kíló­metra og hef­ur verið mikið fok úr gamla vatns­botn­in­um. Gert er ráð fyr­ir fram­kvæmd­inni í aðal­skipu­lagi Blá­skóga­byggðar til árs­ins 2027. Von­ast er til að með end­ur­heimt Haga­vatns muni gróðurþekja aukast og svifryks­meng­un minnka. Draga muni úr upp­blæstri og sand­foki yfir byggð, mist­ur minnka og sjást til fjalla á þurr­um dög­um.

Ofan við Nýja­foss 

Gert er ráð fyr­ir því í áform­um um bygg­ingu virkj­un­ar­inn­ar að reist verði stífla ofan við nú­ver­andi út­rás úr vatn­inu ofan við Nýja­foss, sem mun þá hverfa, og önn­ur í gömlu út­rás­inni, að vest­an ofan við Leyni­foss. „Við Leyni­foss er gert ráð fyr­ir að grafa aðrennslis­skurð úr Haga­vatni að inn­taki virkj­un­ar, sem verður í stífl­unni. Gert er ráð fyr­ir að vatns­borð Haga­vatns verði í allt að 455 m y.s. og lón­stærð um 23 km²,“ seg­ir í sam­an­tekt um fram­kvæmd­irn­ar.

Í um­fjöll­un um um­hverf­isáhrif kem­ur fram að áætlað er að stækk­un Haga­vatns muni hafa bein já­kvæð áhrif á upp­fok svifryks til skamms tíma eða í 10-40 ár. Þar sem inn­rennsli er í lónið muni aur­keila mynd­ast með tím­an­um, sem gæti á nýj­an leik valdið sand­foki og ryk­mynd­un. „Því er það metið svo að aðstæður á Haga­vatns­svæðinu verði mun betri varðandi svifryk til skamms tíma og sam­bæri­leg­ar varðandi sand­fok en til lengri tíma litið leik­ur vafi á að virkj­un­in muni ná þeim til­gangi að minnka sand­fok og ryk­mynd­un.“

Upp­foks­svæði svifryks minnk­ar 

Magn svifryks er sá þátt­ur sem tal­inn er skipta mestu máli fyr­ir loft­gæði og mestu skipti fyr­ir al­menn­ing að upp­foks­svæði svifryks minnki. „Gert er ráð fyr­ir að virkj­un­in muni hafa bein já­kvæð áhrif á mynd­un svifryks og óveru­leg áhrif á sand­fok til skamms tíma en óvíst er hver lang­tíma­áhrif­in verða,“ seg­ir m.a. í skýrsl­unni.

Fram kem­ur að áætlað er að virkj­un­in leiði til um 30% fækk­un­ar á kom­um ferðamanna í nú­ver­andi mark­hópi sem sæk­ir svæðið, eins og það er orðað, en á móti komi að talið sé mjög lík­legt að með bættu aðgengi að svæðinu muni heild­ar­fjöldi ferðamanna á Haga­vatns­svæðinu marg­fald­ast.

„Hvarf Nýja­foss er talið það nei­kvæðasta við fram­kvæmd­ina fyr­ir ferðaþjón­ustu og úti­vist en áfram verður hægt að skoða gljúfrið þó stífla verði kom­in ofan við það sem muni breyta upp­lif­un ferðamanna af gljúfr­inu,“ seg­ir í um­fjöll­un­inni. Stífl­an við Nýja­foss á að verða um 250 metra löng og mesta hæð henn­ar um 25 metr­ar.

Fleira áhugavert: