Búrfells- og Nesjavallavirkjun – 2 bilanir, 76 MW framleiðsluafl

Grein/Linkur:  Vél 2 í Búrfellsstöð verður úti fram á vor

Höfundur:  Morgunblaðið

Heimild: 

.

Búrfellsstöð er fyrsta aflstöðin sem Landsvirkjun reisti frá grunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

.

9.12.2021

Vél 2 í Búrfellsstöð verður úti fram á vor

Fyr­ir­séð er að afl­vél nr. 2 í Búr­fells­stöð sem bilaði síðastliðið laug­ar­dags­kvöld kemst ekki í gagnið aft­ur fyrr en næsta vor. Upp­sett afl vél­ar­inn­ar er 46 mega­vött. Sömu­leiðis er út­lit fyr­ir að vél 2 í Nesja­valla­virkj­un Orku nátt­úr­unn­ar kom­ist ekki í gagnið aft­ur fyrr en und­ir jól. Afl henn­ar er 30 MW. Er því aflið 76 MW minna en venju­lega vegna bil­ana í þess­um stöðvum.

Bil­un­in í Búr­fells­stöð og seink­un á því að raf­orku­vinnsla hjá „öðrum fram­leiðanda“ sem átt hafi að koma inn í kerfið í síðustu viku en skili sér ekki inn fyrr en í lok næstu viku voru meðal ástæðna sem Lands­virkj­un gaf fyr­ir því að nauðsyn­legt væri að tak­marka orku­af­hend­ingu til fiski­mjöls­verk­smiðja og annarra sem hafa samið um kaup á skerðan­legri orku. Með seink­un hjá „öðrum fram­leiðanda“ mun vera átt við vél 2 í Nesja­valla­virkj­un. Ekki feng­ust mikl­ar upp­lýs­ing­ar um málið hjá Orku nátt­úr­unn­ar í gær nema hvað stefnt sé að inn­setn­ingu vél­ar­inn­ar fyr­ir jól, nán­ar til­tekið 20. des­em­ber.

Vél 2 í Nesja­valla­virkj­un

Al­var­leg bil­un kom í ljós við reglu­bundið viðhald og próf­an­ir á vél 2 í Nesja­valla­virkj­un. Í fram­hald­inu kom upp bil­un í streng­múffu á sömu vél. Hef­ur vél­in ekki verið í rekstri að neinu gagni frá 5. ág­úst en stefnt er að því að ljúka viðgerð fyr­ir jól. Gangi það eft­ir hef­ur vél­in ekki verið í rekstri í hálf­an fimmta mánuð en áætlað viðhalds­stopp var tæp­ir tveir mánuðir.

Til að bæta upp þá fram­leiðslu sem vantað hef­ur upp á vegna vél­ar 2 á Nesja­völl­um ákvað Orka nátt­úr­unn­ar að færa áður skipu­lagt viðhald, sem átti að taka þrjár vik­ur, yfir á næsta ár.

.

Nesjavallavirkjun. mbl.is/RAX

Fleira áhugavert: