Vatnsvarnarbandalagið – Auka þekkingu, takmarka tjón, efla fagmennsku

Grein/Linkur: Vilja takmarka tjón og efla fagmennsku

Höfundur: Mbl

Heimild: 

.

Alltof algengt er að tjón verði vegna þess að frágangur er unninn af fólki sem ekki hefur fagmenntun og kann ekki nægilega vel til verka, frágangur er ekki sem skyldi og röng efni eru notuð. mbl.is/Kristinn

.

Mars 2014

Vilja takmarka tjón og efla fagmennsku

Guðmund­ur Páll Ólafs­son, formaður Fé­lags pípu­lagn­inga­meist­ara, seg­ir ekk­ert hæft í því að fé­lagið hafi staðið í hót­un­um við lagna­versl­an­ir sem leigi al­menn­ingi tæki og tól til fram­kvæmda. Hann seg­ir að sam­starfs­verk­efni hafi aft­ur á móti verið hleypt af stokk­un­um til að draga úr vatns­tjóni og efla fag­mennsku í pípu­lögn­um.

Greint var frá því á mbl.is að maður sem ætlaði að leigja snitt­vél hjá Byko til að laga leka­vanda­mál hefði fengið þau svör að hon­um stæði vél­in ekki til boða. Sú skýr­ing var gef­in að meist­ara­fé­lag pípu­lagn­inga­manna hefði hótað versl­un­inni því að hætta í viðskipt­um við hana ef þeir leigðu al­menn­ingi tækið.

Guðmund­ur seg­ir í sam­tali við mbl.is að þetta sé af og frá. Hann bend­ir hins veg­ar á að ell­efu fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og sam­tök hafi myndað sam­starfs­hóp um varn­ir gegn vatns­tjóni.

Vatns­varn­ar­banda­lagið vill auka þekk­ingu

Í hópn­um er Fé­lag pípu­lag­inga­meist­ara, Fé­lag dúk­lagn­inga- og vegg­fóðrara­meist­ara, Iðan fræðslu­set­ur, Mann­virkja­stofn­un, Múr­ara­meist­ara­fé­lag Reykja­vík­ur, Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands, Sam­tök um loft­gæði, Sjóvá-Al­menn­ar trygg­ing­ar, TM, VÍS og Vörður trygg­ing­ar.

Guðmund­ur bend­ir á að í fyrra hafi að meðaltali verið til­kynnt um 18 vatns­tjón á dag og að það hafi farið um þrír millj­arðar krón­ar í að bæta tjón­in. Hann seg­ir að hóp­ur­inn, sem kall­ast Vatns­varn­ar­banda­lagið, telji að mjög megi draga úr þessu tjóni með fræðslu til al­menn­ings og auk­inni þekk­ingu og fag­mennsku iðnaðarmanna.

Allra hag­ur að sér­hæft lagna­efni sé ekki til sölu fyr­ir al­menn­ing

„Það geta all­ir verið sam­mála um það að það sé hag­ur allra að sér­hæft lagna­efni sé ekki til sölu fyr­ir al­menn­ing. Það vill eng­inn festa kaup á fast­eign sem gerð hef­ur verið upp af ein­hverj­um sem taldi sig geta þetta sjálf­ur til að græða meira eða spara sér pen­ing,“ seg­ir Guðmund­ur.

Hann bæt­ir við, að það sé að svo mörgu að huga þegar komi að frá­gangi lagna­kerfa, m.a. vali á rétt­um lögn­um og stærðum, sam­setn­ingu tengistykkja, frá­gangi í vot­rým­um, ein­angr­un tengistykkja, ein­angr­un lagna í út­vegg, hljóðvist o.sfrv.

„Þetta hafa all­ar betri lagna­versl­an­ir séð og farið í fullt sam­starf með okk­ur um að vera ekki að selja sér­hæfð lagna­efni til al­menn­ings og lána tæki til að vinna með það. Við erum ekki að finna upp hjólið hér, þetta hef­ur verið svona á Norður­lönd­un­um í mörg ár,“ seg­ir Guðmund­ur enn­frem­ur.

Óviðun­andi frá­gang­ur leiðir til tjóns

Á heimasíðu fræðslu­set­urs­ins Iðunn­ar er haft eft­ir Ólafi Ástgeirs­syni, sviðsstjóra hjá Iðunni, að mik­ill metnaður sé fyr­ir því hjá meist­ara­fé­lög­um iðnaðarmanna að auka fag­mennsku og þekk­ingu í gerð og frá­gangi vot­rýma.

„Við erum meðal ann­ars að svara eft­ir­spurn frá iðnaðarmönn­um sem vilja afla sér sérþekk­ing­ar á þessu sviði. Alltof al­gengt er að tjón verði vegna þess að frá­gang­ur í baðher­bergj­um, eld­hús­um og þvotta­hús­um er unn­inn af fólki sem ekki hef­ur fag­mennt­un og kann ekki nægi­lega vel til verka, frá­gang­ur er ekki sem skyldi og röng efni eru notuð. Þetta get­ur haft gríðarlega óheppi­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir hús­eig­end­ur. Þeir verða fyr­ir tals­verðu eigna­tjóni og jafn­vel heilsutjóni þar sem kjöraðstæður mynd­ast fyr­ir myglu,“ er haft eft­ir Ólafi á heimasíðu Iðunn­ar.

Fleira áhugavert: