Breyta sjó í vatn – 600 tonn/24t x3

Grein/Linkur:  Keyptu þrjá gáma af tækjum sem breyta sjó í vatn

Höfundur:  Morgunblaðið

Heimild:  

.

.

Desember 2023

Keyptu þrjá gáma af tækjum sem breyta sjó í vatn

Vinnslu­stöðin hef­ur fest kaup á þrem­ur gám­um með hol­lensk­um tækni­búnaði sem breyt­ir sjó í drykkjar­vatn. Ætla má að fyrsti gám­ur­inn komi til lands­ins milli jóla og ný­árs en hinir tveir fljót­lega á nýju ári. Til­tölu­lega ein­falt er að tengja búnaðinn við veitu­kerfi bæj­ar eða fyr­ir­tækja.

Svo seg­ir í til­kynn­ingu frá Vinnslu­stöðinni.

Mikl­ar skemmd­ir eru á vatns­leiðslunni til Vest­manna­eyja, en þær urðu þegar skip í eigu Vinnslu­stöðvar­inn­ar, Hug­inn VE, missti akk­eri sitt í lögn­ina. Ekki er unnt að gera við lögn­ina og þarf að leggja nýja. Það er ekki hægt að gera fyrr en næsta sum­ar og hef­ur hættu­stigi verið lýst yfir í Eyj­um vegna stöðunn­ar.

Skila 1.800 tonn­um á sól­ar­hring

Í til­kynn­ing­unni frá Vinnslu­stöðinni seg­ir að sjó sé dælt úr bor­hol­um í gegn­um öfl­ugt síu­kerfi sem ein­göngu hleyp­ir í gegn­um sig vatnssam­eind­inni H2O. Í ferl­inu breyt­ist þannig sjór í tand­ur­hreint vatn sem er með öllu laust við bakt­erí­ur og veir­ur.

Búnaður í hverj­um gámi af­kast­ar um 600 tonn­um á sól­ar­hring eða alls um 1.800 tonn­um ef all­ar gám­ar væru virkjaðir sam­tím­is. Full af­köst svara með öðrum til þess að full­nægja mest­allri vatnsþörf heim­ila og fyr­ir­tækja í Vest­manna­eyj­um. Dæl­urn­ar í gámun­um eru raf­drifn­ar, nota til­tölu­lega lít­inn straum og telj­ast því ekki dýr­ar í rekstri.

Leitaði til um 40 fram­leiðenda

Will­um And­er­sen, tækni­leg­ur rekstr­ar­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, hóf ákafa leit að tækni­búnaði þess­ar­ar nátt­úru eft­ir að vatns­leiðslan til Eyja skemmd­ist. Will­um hafði reynd­ar skyggnst nokkuð um bekki eft­ir svona búnaði áður þegar fyr­ir lá að Vinnslu­stöðin fengi ekki það vatn sem hún þyrfti til starf­semi sinn­ar ef og þegar loðnu­vertíð hæf­ist í vet­ur.

„Síu­tækni til að hreinsa sjó og gera drykkjar­hæf­an er vel á mörg­um stöðum er­lend­is, til dæm­is í Flórída í Banda­ríkj­un­um, á Ar­ab­íu­skaga og í mörg­um Afr­íku­ríkj­um. Ég hafði sam­band við um 40 fram­leiðend­ur búnaðar­ins um víða ver­öld en fram­leiðslu­tím­inn var alls staðar 20 til 40 vik­ur, sem gekk ekki fyr­ir okk­ur. Við þurft­um búnaðinn í hvelli!“ er haft eft­ir Will­um.

Grænt ljóst frá Afr­íku kom í vik­unni

Svo datt hann óvænt ofan á fyr­ir­tæki í Hollandi sem var að græja þrjá gáma fyr­ir kaup­anda í Afr­íku.

„Fékk jafn­framt að vita að Afr­íku­menn­irn­ir væru hugs­an­lega reiðubún­ir að leyfa Vinnslu­stöðinni að ganga inn í samn­ing þeirra og bíða sjálf­ir leng­ur eft­ir sín­um búnaði. Það reynd­ist rétt vera. Núna um miðja vik­una feng­um við og hol­lensku fram­leiðend­urn­ir grænt ljós frá Afr­íku og í dag var skrifað und­ir kaup­samn­inga,“ er haft eft­ir hon­um.

Hann seg­ir hvern gám og nauðsyn­leg­an fylgi­búnað kosta að jafn­v­irði um 90-100 millj­ón­ir króna hingað kom­inn, auk tengi­kostnaðs.

„Auðvitað ligg­ur fyr­ir að Vinnslu­stöðin þarf ein­ung­is einn gám til að full­nægja eig­in þörf­um fyr­ir vatn. Fyr­ir­tækið held­ur að sjálf­sögðu ein­um gámi en mun bjóða Ísfé­lag­inu og Vest­manna­eyja­bæ að kaupa hina tvo,“ seg­ir Will­um.

Fleira áhugavert: