Arður orkuauðlinda – Eignarhald, hagur þjóðarinnar

Grein/Linkur: Arður af orkuauðlindum renni til þjóðarinnar

Höfundur: Halla Hrund Logadóttir

Heimild:

.

.

Júní 2022

Arður af orkuauðlindum renni til þjóðarinnar

Halla Hrund Logadóttir

Tryggja þarf að beinn og óbeinn arður af orkuauðlindum renni til þjóðarinnar segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.  Eignarhald í orkugeiranum verður fjölbreyttara og huga þarf að sanngjörnu auðlindagjaldi strax.

Þetta kom fram í máli orkumálastjóra á ársfundi Orkustofnunar.

Eignarhaldið að breytast 

„Það skiptir máli fyrir okkur að huga að því að í framtíðinni er eignarhald að verða fjölbreyttara í orkumálum“ segir Halla Hrund. „Og við þurfum að passa upp á, í samhengi við orkustefnuna, að bæði beinn og óbeinn arður af auðlindinni skili sér til þjóðarinnar“.

Halla Hrund segir að eignarhald orkufyrirtækjanna sé að breytast og komi til með að breytast miklu meira. „Það er jákvætt og færir okkur fullt af tækifærum. En við viljum, þegar við lítum til baka á orkuskiptin, að arður hafi skilað sér til þjóðarinnar“.

Erfitt að taka upp auðlindagjald síðar

Hún segir að taka þurfi upp sanngjarnt auðlindagjald. „Vindorkan er t.d. mjög hagkvæm og sanngjarnt auðlindagjald ætti ekki að standa í vegi fyrir þróun orkugjafans.

Við þurfum að horfa á þessi mál núna. Það er miklu erfiðara að koma svona hlutum af stað þegar búið er að setja af stað ákveðin verkefni. Ég held að við þekkjum það t.d. úr fiskeldi“.

Græn orka er olía okkar tíma

„Gerum þessi hluti rétt núna og þá getum við litið stolt til baka. Það var ekki sjálfgefið á sínum tíma að orkusjóður Norðmanna yrði til. Það væri kannski bara nóg að skapa störf og fá fjárfestingu. Ég held að allir geti verið sammála um það að hafa vanda vegferðina í upphafi hafi skilað þeim mjög góðum ábata. Græna orkan er sannanlega olía okkar tíma“   sagði Halla Hrund Logadóttir á ársfundi Orkustofnunar í morgun.

Fleira áhugavert: