Árleg orkuþörf – 3.800 GWS, skýrsla 2024

Grein/Linkur:  3.800 gígawattsstundir af viðbótarorku árlega

Höfundur:  Morgunblaðið

Heimild: 

.

Smella á mynd til að skoða skýrslu

.

April 2024

3.800 gígawattsstundir af viðbótarorku árlega

Guðlaugur Þór á fundinum í morgun.

Guðlaugur Þór á fundinum mbl.is/Kristinn Magnússon

Starfs­hóp­ur um aðra orku­kosti tel­ur að fyr­ir árið 2040 eigi að vera hægt, með bættri ork­u­nýt­ingu og nýt­ingu nýrra orku­kosta, að út­vega ár­lega að minnsta kosti 3.800 gíg­awatts­stund­ir af viðbót­ar­orku.

3.800 gíg­awatts­stund­ir sam­svara um 20% af orku­notk­un á Íslandi árið 2022.

Þar af kæmu 400 gíg­awatts­stund­ir frá sól­ar­orku/​birtu­orku, 200 GWst frá sjáv­ar­orku, 1.200 GWst frá nýj­um smá­virkj­un­um fyr­ir vatns­afl og 2.000 GWst með bættri ork­u­nýtni og sveigj­an­legri orku­notk­un.

Gunn­laug Helga Ásgeirs­dótt­ir á fundinum í morgun.

Gunn­laug Helga Ásgeirs­dótt­ir á fund­in­um í morg­un. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þessu greindi Gunn­laug Helga Ásgeirs­dótt­ir, sem var hluti af þriggja manna starfs­hópi sem um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra skipaði, frá á fundi í morg­un þar sem ný skýrsla var kynnt.

Starfs­hóp­ur­inn tel­ur einnig í niður­stöðum sín­um að móta þurfi stefnu og um­gjörð um sól­ar­orku og sjáv­ar­orku og að tryggja þurfi að ein­stak­ling­ar og heim­ili geti verið virk­ir not­end­ur þannig að þau hafi kost á að fram­leiða og geyma orku til eig­in nota, sem og selja inn á dreifi­kerfi.

Sömu­leiðis er lagt til að frá ár­inu 2030 ætti að gera kröfu um að nýj­ar bygg­ing­ar séu til­bún­ar fyr­ir sól­ar­sell­ur.

Ásmundur Friðriksson.

Ásmund­ur Friðriks­son. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Jafn­framt þurfi að setja mark­mið um orku­sparnað fyr­ir heim­ili, fyr­ir­tæki og op­in­bera aðila, og að styrkja þurfi jarðhita­leit áfram á raf­hituðum svæðum.

Auk Gunn­laug­ar Helgu voru í starfs­hópn­um Ásmund­ur Friðriks­son og Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir.

Skýrsl­an hef­ur að geyma 50 til­lög­ur sem snúa að sól­ar­orku, sjáv­ar­orku, smá­virkj­un­um fyr­ir vatns­afl, varma­dælu­væðingu á smærri og stærri skala, bættri ork­u­nýtni og sveigj­an­legri orku­notk­un.

„Í vinnu starfs­hóps­ins kom fram að sú staðreynd að raf­orku­verð á Íslandi væri lágt, hefði áhrif á inn­leiðingu nýrra lausna fyr­ir bættri ork­u­nýtni, fjölg­un smá­virkj­ana og auk­inni nýt­ingu nýrra orku­gjafa á borð við sól­ar­orku/​birtu­orku og sjáv­ar­orku. Ætla megi hins veg­ar að sam­keppn­is­hæfni þess­ara val­kosta auk­ist á næstu árum m.a. vegna tækni­fram­fara og verðlækk­ana á búnaðim“ seg­ir í til­kynn­ingu.

„Skýrsla sem all­ir ættu að lesa“

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Þetta er skýrsla sem all­ir ættu að lesa,” sagði Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, að lokn­um kynn­ing­um Ásmund­ar og Gunn­laug­ar Helgu.

„Þetta snýst um það að við búum til um­gjörðina og hvata og svo hleyp­um við hug­vit­inu af stað og svo þarf frum­kvæðið,” bætti hann við.

„Tæki­fær­in eru al­veg gríðarlega mik­il og þannig eig­um við að nálg­ast þetta,” sagði hann og bætti við að við ætt­um að geta gengið þannig fram að börn­in okk­ar og kom­andi kyn­slóðir gætu verið stolt af okk­ur.

Meðal til­lagna starfs­hóps­ins:

  • Mótuð verði stefna og um­gjörð um nýt­ingu sól­ar­orku/​birtu­orku og sjáv­ar­orku.
  • Lög­gjöf verði end­ur­skoðuð, með hliðsjón af nýt­ingu sól­ar­orku/​birtu­orku og sjáv­ar­orku.
  • Ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og op­in­ber­ir aðilar geti verið virk­ir not­end­ur, þ.e. hafi kost á að fram­leiða og geyma orku til eig­in nota, sem og selja inn á dreifi­kerfi eða til ná­granna sinna.
  • Mótað verði ein­falt og skil­virkt leyf­is­veit­ing­ar­ferli og sett upp ein gátt fyr­ir um­sókn­ir um leyfi og leyf­is­veit­ing­ar.
  • Frá og með 2030 verði gerð krafa um að nýj­ar bygg­ing­ar verði til­bún­ar fyr­ir sól­ar­sell­ur.
  • Ríkið verði í far­ar­broddi þegar kem­ur að nýt­ingu sól­ar­orku og stefni að því að setja upp sól­ar­sell­ur á op­in­ber­ar bygg­ing­ar á næstu árum.
  • Hugað verði að al­menn­um regl­um um staðsetn­ingu stærri sól­ar­orku­vera.
  • Áfram verði stutt við ný­sköp­un­ar­verk­efni á sviði sjáv­ar­orku.
  • Liðkað verði fyr­ir frek­ari nýt­ingu smá­virkj­ana fyr­ir vatns­afl með ein­fald­ari leyf­is­veit­ing­um og lægri gjöld­um fyr­ir teng­ing­ar við dreifi­kerfi raf­orku.
  • Lögð verði áhersla á bætta ork­u­nýtni á raf­hituðum svæðum, m.a. með áfram­hald­andi styrkj­um við kaup á varma­dæl­um og kröf­um um orku­spar­andi búnað.
  • Áfram verði stutt við jarðhita­leit á raf­hituðum svæðum.

Fleira áhugavert: