Borpallar – Vinnslustöðvar neðarsjávar

Grein/Linkur:  Svart gull Norðmanna

Höfundur: Ketill Sigurjónsson

Heimild: Orkubloggið

.

Snorri_oil_felt

.

Svart gull Norðmanna

SnorriOliupallur2

SnorriOliupallur

Norski olíusjóðurinn skreppur saman“. Já – það er stundum erfitt að eiga mikinn pening. Ekki er hægt að geyma allt svarta gullið sitt undir koddanum. Og þegar að kreppir útí heimi, síga hlutabréfin. Sælir eru fátækir. Þeir sem í mesta lagi eiga norskan skógarkött.

En Norðmenn geta huggað sig við það að þeir hafa aldrei getað selt olíudropana sína jafn dýrt og nú. Snorri_oil_feltÞað er reyndar vel þess virði að staldra aðeins við norska olíuiðnaðinn. Ævintýrið sem gert hefur Norðmenn einhverja ríkustu þjóð í heimi.

Snorri_bordekk2

Snorri_bordekk2

Á norska landgrunninu er að finna fjölda borpalla, hvaðan olían og gasið er sótt úr setlögum neðansjávar. Svæðin bera flest norræn nöfn, eins og Snorri, Vigdís, Þórdís, Sleipnir, Heimdallur og Hvítabjörn. Á hverju svæði er einn eða fleiri borpallar. Ýmist þessir „hefðbundnu“ eins og maður þekkir af myndum og/ eða aðrir sem liggja á sjálfum hafsbotninum og er fjarstýrt frá stjórnstöðvum ofansjávar.

Skoðum Snorra-svæðið sem dæmi (sbr. Snorri Sturluson – Norðmenn eru duglegir við að rækta arfleifðina og hafa jú löngum þóst eiga mikið í Snorra). Snorrasvæðið liggur á s.k. Tampensvæði út af Bergen. Þarna er dýpið um 300-350 metrar. Pallarnir eru tveir (Snorri A og B) og auk þess er meira en tugur vinnslustöðva neðansjávar, sem eru tengdar pallinum Snorra A.

Statfjord_skyring

Statfjord_skyring

Olíunni (og gasinu) er dælt upp úr setlögunum og þaðan fer hún eftir leiðslum til birgðageymslunnar á Statfjord-svæðinu og þaðan  til vinnslustöðvar sem nefnist Kaarstö og er í Tysvær í Haugalöndum. Áður gerðist flutningurinn í land með tankskipum, en nú er komin olíuleiðsla á milli.

Fjárfestingin á Snorrasvæðinu einu var upp á meira en 85 milljarða norskra króna. Það er StatOil sem rekur pallana á Snorrasvæðinu, en eignarhaldið er þó í höndum fleiri aðila. Það er mjög forvitnilegt að kynnast þessu kerfi og tækninni við gas- og olíuvinnsluna. Kannski gefst hér síðar tækifæri til að segja nánar frá norska kerfinu og hvernig staðið er að eignarhaldi, leyfisveitingum o.þ.h. vegna svæðanna í Norðursjó.

Fleira áhugavert: