Varmadælur, Tjörneshreppi – Húshitunarátak 2022

Grein/Linkur: Varmadælur settar upp í Tjörneshreppi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Heimild: 

.

Mynd – google.com 21.02.2024

.

Febrúar 2022

Varmadælur settar upp í Tjörneshreppi

Tjörneshreppur hefur undanfarin misseri staðið í húshitunarátaki í hreppnum en líkt og gengur og gerist víða á landsbyggðinni er ekki aðgengi að hitaveitu þar nema að mjög litlu leyti.

Aðalsteinn J. Halldórsson, oddviti í Tjörneshreppi.

Aðalsteinn J. Halldórsson, oddviti í Tjörneshreppi

Aðalsteinn J. Halldórsson oddviti Tjörneshrepps segir að ákveðið hafi verið að bjóða íbúum hreppsins upp á kaup og uppsetningu á varmadælum sem koma í stað upphitunar með hefðbundnum þilofnum eða vatnshitakerfi í gengum hitatúbu. Kynding íbúðarhúsnæðis með hefðbundinni rafkyndingu er afar kostnarsöm og því er um umtalsverða búbót að ræða fyrir íbúa hreppsins.

Tjörneshreppur greiddi fyrir kaup á bæði búnaði og uppsetningu hans og segir Aðalsteinn að kostnaður íbúanna sjálfra hafi verið óverulegur. Hreppurinn naut liðsinnis frá fyrirtækinu Hagvarma ehf sem reyndist ómetanlegur stuðningur að sögn oddvita. Hagvarmi er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig meðal annars í varmadælulausnum og annarri húshitun.

„Við vorum líka svo lánsöm hér að einn íbúanna, Aðalsteinn Guðmundsson á Kvíslarhóli tók að sér að vinna stóran hluta verklega þáttarins við þessa uppsetningu og reyndist mikill happafengur fyrir hreppinn og framgang verkefnisins,“ segir Aðalsteinn. Aðrir verktakar voru Vinnuvélar Eyþórs, Vökvaþjónusta Kópaskers, Norðurlagnir og Guðmundur Björnsson, rafvirki.

Þrettán hús og eitt félagsheimili

Alls eru 13 heimili og eitt félagsheimili í hreppnum sem tengda verða í fyrsta og stærsta hluta þessa áfanga í verkefninu, en áætluð verklok eru í febrúar næstkomandi. „Seinni áfangar þessa húshitunarverkefnis  eru minni í sniðum og verkið því langt komið. Fyrstu dælurnar voru tengdar snemma í fyrrasumar og fyrstu mælingar á orkunotkun þeirra heimila lofa mjög góðum“ segir Aðalsteinn.

Fleira áhugavert: