Útloftun frárennsliskerfa – Vakúmventlar

Grein/Linkur:  Ólykt frá tómum vatns- lásum er vandamál

Höfundur:  Sigurður Grétar Guðmundsson

Heimild: 

.

Júní 1996

Ólykt frá tómum vatns- lásum er vandamál

Ólykt frá tómum vatns- lásum er vandamál Umræða um stillingu hitakerfa, nýtingu vatns eða millirennsli í blöndunartækjum hefur verið umtalsverð. Umræðan um frárennsliskerfin hefur hins vegar orðið útundan. Hver kannast ekki við stíflu í frárennsli frá eldhúsvaski eða ólykt í baðherbergi?

Þetta eru aðeins tvö vandamál sem upp kunna að koma í hverju húsi. Umræða um stillingu hitakerfa, nýtingu vatns eða millirennsli í blöndunartækjum, svo nokkuð sé nefnt, hefur verið umtalsverð á undanförnum árum og almenningur er að gera sér betri grein fyrir hvers hann á að vænta af hita- og neysluvatnskerfum, hvaða kröfur hann á að gera til kerfanna og þeirra sem þau leggja og stilla. En það er eins og umræðan um frárennsliskerfin hafi orðið útundan og því sannarlega tími til kominn að reyna að bæta þar úr.

Stóreygir lagnamenn á vellinum

Bandarískur her tók sér bólfestu á Keflavíkurflugvelli 1951 og hefur verið þar síðan og hefur um þá dvöl verið deilt æ síðan. En hvort sem menn voru með eða móti hernum slóu fáir hendi á móti þeirri vinnu sem þar bauðst enda var atvinnuástandið í landinu með því bágbornasta sem þekkt hefur verið upp úr miðri öldinni. Herinn hóf þegar umfangsmiklar byggingaframkvæmdir og fjölmargir íslenskir iðnaðarmenn fengu þar vinnu. Allar teikningar voru bandarískar svo og nánast allt byggingarefni. Íslenskir lagnamenn urðu stóreygir og undrandi yfir mörgu sem þeir kynntust þar og áttu jafnvel bágt með að kyngja því öllu. Eitt af því var að allar frárennslislagnir í þriggja hæða sambýlishús, sem byggð voru skammt frá gömlu flugstöðinni, voru tvöfaldar og tengdust alltaf saman fyrir ofan hvert tæki, önnur lögnin tengdist frárennsli í grunni en hin lá upp úr þaki. Hvers konar rugl var nú þetta, hugsaðu íslenskir lagnamenn.

Úloftun frárennsliskerfa

Þarna var landinn í fyrsta skipti að kynnast útloftun frárennslislagna sem nú þykir sjálfsagður hlutur. Hvers vegna þörf er á útloftun frárennslislagna er best að skýra með stuttri dæmisögu: Ef hellt er úr fullri flösku af vatni og henni hvolft á meðan sýgur hún jafnmikið rúmmál af lofti upp í sig eins og vatnið sem úr henni rennur; þetta skilja allir. Það er ekki eins víst að allir skilji að það sama gerist í frárennslislögn; þegar sturtað er úr salernisskál rennur allt ljúflega svo lengi sem vatn kemur úr skálinni, en þegar það þrýtur vandast málið. Þá vantar loft inn í leiðsluna eins og flöskuna áðan, vatnið hrapar niður leiðsluna og myndar á bak við sig tómarúm eða undirþrýsting. Það gerist hins vegar ekki ef frárennslislögnin er lögð upp úr þaki, þá dregur fallandi vatnið með fylgihlutum einfaldlega loft inn í leiðsluna á eftir sér.

Ef enginn möguleiki er á að fá loft inn í leiðsluna myndast undirþrýstingur eða sog, það mikið sog að vatnslásar undir baðkerum eða öðrum tækjum tæmast og þá á ólyktin og rotið loftið úr frárennsliskerfi götunnar greiða leið inn í hýbýli og vistarverur; heldur ókræsilegt. Vakúmventlar Í fjölmörgum húsum, líklega flestum, sem byggð voru á fyrri hluta aldarinnar, er engin útloftun á frárennsliskerfum upp úr þaki og vandamálið „ólykt“ er því miður allt of algengt. Það er engin undra þó mörgum vaxi það í augum að ráðast í að komast inn á frárennslislögn inni í íbúð til að leggja leiðslu upp úr þaki. Þessu má bjarga á einfaldari hátt, því má bjarga með svokölluðum vakúmventlum, öðru nafni og íslenskara nefndir undirþrýstingsventlar. Slíkir ventlar eru til í mörgum stærðum og gerðum og þeim er hægt að koma fyrir víða án þess að miklu þurfi að raska. Það má koma þeim fyrir á frárennsli handlaugar, eldhússvasks eða salernisskálar. Það þarf að gera þetta skipulega, leysa vandamálið í heild.

Einu má ekki gleyma hvort sem um nýbyggingu eða endurbætur á eldra húsnæði er að ræða: á hverju frárennsliskerfi, sem hefur eina sameiginlega tengingu við götuæð, verður að vera ein útloftun upp úr þaki eða út úr vegg ef vakúmventlar eru notaðir. Þetta kemur til af því að það er ekki alltaf um sog eða undirþrýsting að ræða í frárennsliskerfum, stundum er þar verulegur yfirþrýstingur sem kemur af sjávarföllum og sterkum vindum. Þessi yfirþrýstingur getur orðið svo mikill að vatn gangi upp úr vatnslásum og ólyktin ryðjist inn í hýbýli manna.

Gegn þessu vinnur bein útloftun eins og öryggisventill. Ef margir vakúmventlar eru á frárennsliskerfi en engin útloftun geta ventlarnir skemmst.

Gleymið því aldrei: Það verður að vera ein útloftun með vakúmventlum!

VAKÚMVENTILL af sömu stærð og stofn frá Vakúmventlar á þremur salernum; við undirþrýsting lyftist gúmmí- stofnum, einn fer upp úr þaki pakkningin (G) og hleypir inn lofti.

Fleira áhugavert: